Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 17:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (8. grein af 20) – Sophia Sheridan; Min Seo Kwak og Stephanie Sherlock

Hluti þeirra 9 stúlkna sem deildu 20. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA í desember s.l. verður nú kynntur. Áður hafa þær Paola Moreno og Concolino verðið kynntar.  Stúlkurnar sem kynntar verða í kvöld eru:

T20 T29 Sophia Sheridan -1  F 5 75 74 71 74 71 365
T20 T16 Min Seo Kwak 1  F 5 71 74 72 75 73 365
T20 T11 Stephanie Sherlock 2  F 5 73 72 72 74 74 365

Byrjum á þeirri sem heitir eins og Holmes:

Stephanie Sherlock.

Stephanie Sherlock.

Stephanie fæddist 21. júní 1987 í Augsburg, Þýskalandi og er dóttir David og Angelu Sherlock. Hún er því 24 ára og kanadísk að uppruna. Stephanie á eina systur Melanie. Stephanie byrjaði að spila golf 10 ára og segir föður sinn hafa verið mesta áhrifavald sinn þar að lútandi.  Meðal áhugamála hennar eru tónlist, kvikmyndir og að verja tíma með fjölskyldu og vinum.

Árið 2007 sigraði Stephanie í Royale Cup National Women’s Amateur Championship í Kanada. Á námsárum sínum í University of Denver spilaði Stephanie með golfliði skólans. Á háskólaárum sínum var hún þrisvar sinnum NCAA All-American (árin 2007, 2008 og 2009).  Stephanie gerðist atvinnumaður í golfi síðla árs 2010 og komst þegar á LPGA.

Min Seo Kwak.

Min Seo Kwak.

Min Seo fæddist  10. september 1990 í Seoul í Suður-Kóreu og er því 21 árs. Hún byrjaði að spila golf 12 ára og segir foreldra sína hafa haft mest áhrif á golfferil sinn. Meðal áhugamála Min Seo eru körfubolti, sund og kappakstursbílar. Hún komst inn á LPGA í 4. tilraun sinni.

Sem áhugamaður sigraði Min Seo á Seoul City Tournament árið 2006 og Junior Kyoung in Daily News Tournament, árið 2007.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og spilaði fyrst á Symetra mótaröðinni 2009-2011, þar sem besti árangur hennar er 3. sæti á Eagle Classic, 2011. Kwak er nýliði á LPGA í ár.

Sophia Sheridan.

Sophia Sheridan.

Sophia er frá Guadalajara, Mexikó, sama bæ og Lorena Ochoa er frá.  Hún fæddist 30. apríl 1984 og er því 27 ára. Foreldrar hennar eru Dennis og Cecilia Sheridan og eins á Sophia 3 bræður: Dennis, Jonathan og Christopher. Meðal áugamála hennar eru að spila körfubolta og tennis, strandblak og vera á sjóskíðum. Hún talar reiprennandi spænsku og ensku.

Sophia byrjaði að spila golf 11 ára og þakkar foreldrum sínum og þjálfurum  og golffélögum hvert hún er komin í dag.  Henni finnst gaman að öllum íþróttum, m.a. horfa á leiki University of California.

Sophia gerðist atvinnumaður í golfi árið 2006. Árið eftir komst hún ekki á LPGA en strax næsta ár og hefir verið þar síðan, en jafnhliða spilað á Symetra mótaröðinni, vegna lítils spilaréttar framan af. Styrktaraðilar hennar eru Banamex og Aeromexico.