Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2012 | 03:00

PGA: Tiger og Charlie Wi á toppnum þegar Arnold Palmer Invitational er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags

Tiger Woods er kominn á kunnuglegar slóðir þ.e.a.s. í 1. sæti eftir 2. dag Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, en hinn 14-faldi sigurvegari risamóta hefir unnið þetta mót alls 6 sinnum áður. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið…. enn er eftir að spila 2 hringi og eru margir alveg uppvið eða á hæla Tiger…

Charlie Wi

Flestum yfirsést nefnilega í gleðilátunum og stórfréttinni um að Tiger sé í 1. sæti að Charlie Wi er þar líka. Báðir eru þeir Woods og Wi  á sama skorinu -10 undir pari og á 134 höggum samtals; Tiger (69 65) og Charlie Wi (66 68).

Fast á hæla þeirra, aðeins 1 höggi á eftir, eru síðan forystumaður gærdagsins Jason Dufner og Norður-Írinn Graeme McDowell, sem átti lægsta skor gærdagsins 63 högg og er til alls líklegur. Báðir eru eins og segir á -9 undir pari samtals og samtals 135 höggum, Dufner (66 69) og McDowell (72 63).

Graeme McDowell átti lægsta skor dagsins, 63 glæsihögg á 2. degi á Bay Hill

Justin Rose skrímslatemjari er síðan einn í 5. sæti á samtals -6 undir pari, samtals 138 höggum (69 69).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Bay Hill smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Bay Hill smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á Bay Hill, sem Rocco Mediate átti á par-3, 7. og 14. holunum  smellið HÉR: