Benedikt Árni Harðarson, GK. Mynd: í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 20:25

GK: Benedikt Árni Harðarson púttmeistari Hraunkots 2012!

Það er Benedikt Árni Harðarson, GK, sem er púttmeistari Hraunkots 2012! Þess mætti geta að Benedikt Árni er hluti Vínardrengjakórsins, sem sigraði liðapúttmótaröð GK, í febrúar s.l. Aðrir í Vínardrengjakórnum eru:  Benedikt Sveinsson, Dagur Ebenezersson og Ragnar Ágúst Ragnarsson.

Benedikt Árni vann mótaröðina á síðustu 4 pútthringjum sínum, þar sem hann var á samtals 158 púttum (25 25 27 27). Frábært skor!.. en það munaði heilum 6 púttum á honum og þeim sem næstur kom…

Gesti Má Sigurðssyni, GK, sem varð í 2. sæti.  Gestur Már var á mjög góðu og stöðugu skori,  164 púttum (26 28 28 28).

Í 3. sæti varð síðan Jón Sigurðsson, á 166 púttum (28 27 28 27).

Efst af konunum á púttmótaröð Hraunkots varð Valgerður Bjarnadóttir, GK á 187 púttum (29 31 34 31).

Golf 1 óskar Benedikt Árna innilega til hamingju með árangurinn!

Til þess að sjá stöðuna úr púttmótaröð Hraunkots smellið HÉR: