Gæti þetta gerst í golfi? Kuwait spilar útgáfu Borat af þjóðsöng Kazakhstan við verðlaunaafhendingu í skotfimi
Þvílík mistök, þvílík hneisa! Hvað haldið þið að Kuwaitar, sem gestgjafaþjóð í skotfimikeppni hafi gert við verðlaunaafhendingu þeirrar keppni nú á dögunum? Sú sem varð í efsta sæti var Maria Dmitrenko frá Kazakhstan og eftir að búið var að afhenda gullið og kom að því að spila átti þjóðsöng Kazakhstan spiluðu Kuwaitarnir útgáfu Borat af þjóðsöng landsins. Eitthvað virðist þjóðsöngur Kazakhstan hafa vafist fyrir aröbunum í Kuwait. Framkvæmdaaðilar mótsins í Kuwait einfaldlega googluðu lagið og hlóðu niður og fyrsta útgáfan sem birtist var útgáfa Borat, sem er langt frá upphaflegu útgáfunni s.s. sjá má hér að neðan. Siðan það sorglega… útgáfa Borat var spiluð við verðlaunaafhendinguna. Kazakhstanar eru móðgaðir og Lesa meira
LPGA: Yani Tseng í efsta sæti fyrir lokahringinn á Kia Classic
Yani Tseng heldur forystu sinni á Kia Classic mótinu. Í nótt spilaði hún á hún á glæsilegum 69 höggum og á nú 3 högg á þá sem kemur í 2. sæti. Alls er Yani á -12 undir pari, 204 höggum (67 68 69). Það er fyrrum nr. 1 á heimslista kvenkylfinga, Jiyai Shin, sem er í 2. sæti, á samtals -9 undir pari, 207 höggum (68 71 68). Þriðja sætinu deila Caroline Hedwall og Sun Young Yoo á samtals -7 undir pari, samtals 209 höggum; Caroline (67 72 70) og Sun Young (69 73 67). Í 5. sæti er síðan Se Ri Pak frá Suður-Kóreu, á -6 undir pari, samtals Lesa meira
PGA: Tiger á toppnum fyrir lokahringinn á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar og högg 3. dags
Spurningin stóra er hvort Tiger takist að landa sínum 7 sigri á Bay Hill seinna í dag? Hann er enn í forystu fyrir lokahringinn, naumri að vísu. Tiger er einn í 1. sæti á -11 undir pari, samtals 205 höggum (69 65 71). Á hæla honum er Norður-Írinn Graeme McDowell á -10 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir. Í 3. sæti er síðan maðurinn með mjúku sveifluna, sem þráir svo heitt að spila einu sinni enn á Masters, Ernie Els á samtals -8 undir pari. Þriðja sætinu deilir hann með kylfing, sem Tiger er ekkert allt of vel við ef marka má nýju bókina „The Big Miss“ eftir fyrrverandi Lesa meira
Frægir kylfingar: Charlize Theron og George Clooney lýsa aðdáun sinni á Fassbender
Charlize Theron dásamar besta part kollega síns, Þjóðverjans, Fassbender. Mynd: dpa Los Angeles – Þýski leikarinn Michael Fassbender kom fram nakinn í nýjasta hlutverki sínu – og öll Hollywood dáist að því hversu vel hann er vaxinn niður. Áhugakylfingurinn og leikkonan suður-afríska, Charlize Theron var svo hrifin af besta parti mótleikara síns að hún hefir látið hafa eftir sér: „Prýðin milli fóta þér var opinberun!“ Leikararnir hafa lokið við að leika í myndinni „Prometheus“ en í henni er Fassbender í öllum fötum. Hins vegar í kynferðisdrama-inu „Shame“ kom leikarinn fram algerlega nakinn í nokkrum senum. Theron er ekki eini áhugakylfingurinn meðal stjarna Hollywood sem lofað hefir lim Fassbender. Á Lesa meira
Evróputúrinn: Leik á 3. hring frestað vegna myrkurs – McGrane enn efstur
Það er Írinn Damien McGrane sem enn hefir forystuna á Trophée Hassan II í Marokkó, þegar 3. hring var frestað vegna myrkurs. Hann er búinn að spila á samtals -12 undir pari, en á 8 holur eftir óspilaðar. Matteo Manassero og Spánverjinn José Manuel Lara gera harða hríð að McGrane en báðir eru búnir að spila á -11 undir pari. Matteo á eftir að klára 3 holur og José Manuel 8 eins og Damien McGrane. Af þeim sem lokið hafa við að spila 3 hringi er Englendingurinn Michael Hoey efstur á samtals -10 undir pari, 206 höggum (74 67 65). Hoey er einn í 4. sæti. Lokið verður við 3. Lesa meira
LET: Jade Schaeffer leiðir fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó
Það er franska stúlkan Jade Schaeffer, sem tekið hefir forystuna fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó. Jade hefir samtals spilað á -8 undir pari, samtals 205 höggum (67 69 69). Öðru sætinu deila forystukona gærdagsins, Marianne Skarpnord og Karen Lunn frá Ástralíu. Þær eru 1 höggi á eftir Schaeffer, á -7 undir pari, samtals 206 höggum hvor, Marianne (70 65 71) og Karen (72 66 68). Í 4. sætinu er síðan ítalska stúlkan Stefania Croce á samtals -6 undir pari (70 74 63), en hún átti jafnframt lægsta skor dagsins, glæsileg 63 högg! Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Lalla Meryem í Marokkó HÉR:
Um góða siði á golfvöllum – Leikhraði
Það er fátt jafnergilegt og að vera í bið á eftir holli, sem neitar manni um að fá að fara fram úr jafnvel þótt færri séu í hollinu manns og hollið á undan séu eins og hægfara skjaldbökur. Hér rifjaðist upp grein sem ég skrifaði fyrir tæpum 2 árum: „Sigurður Geirsson, alþjóðagolfdómari R&A, sagði […] að eima mætti siðareglur golfsins í 3 einkunnarorð: snyrtimennsku, heiðarleika og tillitsemi. Enda kemur það heim og saman við upphafskafla (1. kafla) golfreglubókarinnar, sem ber yfirskriftina „Golfsiðir. Hegðun á vellinum” að það er ríkjandi meginregla að „alltaf (eigi) að sýna öðrum á vellinum tillitsemi,” m.a. með því “að trufla ekki leik þeirra með því að Lesa meira
GSG: Daníel Einarsson sigraði á 3. marsmóti Golfklúbbs Sandgerðis
Í dag fór fram í fremur hvössu veðri 3. marsmót Golfklúbbs Sandgerðis. Um 95 manns voru skráðir í mótið, en 85 luku keppni. Veður var fremur rólegt um morguninn, en síðan hvessti hressilega eftir því sem leið á daginn. Það voru heimamenn í Golfklúbbi Sandgerðis sem röðuðu sér í efstu 4 sætin og áttu helming þeirra sem urðu meðal 12 efstu s.s. sjá má hér að neðan. Sigurvegari í punktakeppni varð Daníel Einarsson, GSG á 34 punktum, en höggleikinn vann Helgi Dan Steinsson, GL, á 73 höggum, sem er glæsilegur árangur! Gunnar Viktorsson, GK tók nándarverðlaunin en hann varð næstur holu, 1,91 m frá pinna. Röð efstu manna í punktakeppni Lesa meira
Myndasería um bók Hank Haney og Jaime Diaz „The Big Miss“ um Tiger Woods
Nú á þriðjudaginn, 27. mars kemur út í Bandaríkjunum bók sem beðið hefir verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, en það er bók sem Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger og Jaime Diaz, aðalgolffréttapenni Golf Digest skrifuðu í sameiningu. Jaime Diaz mun m.a. síðar á árinu hljóta viðurkenningu frá PGA fyrir ævistarf sitt sem golffréttaritari. Í tilefni útgáfu bókarinnar birti Jaime viðtal við sig (á podcast), sem hlusta má á HÉR: Eins birti Golf Digest útdrætti úr bókinni í máli og í formi myndaseríu sem sjá má HÉR: Nokkrir punktar úr ofangreindum heimildum: Í ofangreindu kemur m.a. fram að Tiger sé mjög var um sig og láti fólk ekki nálægt sér og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jason Dufner – 24. mars 2012
Það er Jason Dufner sem er afmæliskylfingur dagsins. Jason fæddist í Cleveland, Ohio 24. mars 1977 og er því 35 ára í dag! Hann keppir sem stendur á Arnold Palmer Invitational og er í 3. sæti ásamt Graeme McDowell. Jason byrjaði að spila golf 14 ára þegar hann fluttist frá Washington DC til Ft. Lauderdale í Flórída. Það var í St. Thomas Aquinas High School sem hann spilaði á menntaskólaárum sínum (3., 4. og 5. ár). Jason hefir gengið býsna vel að undanförnu en ekki enn náð að landa 1. sætinu á PGA Tour móti. Hann varð t.a.m. í 2. sæti á PGA Championship 2011, tapaði umspilinu fyrir Keegan Bradley s.s. Lesa meira









