Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 19:55

Þórður Rafn varð í 34. sæti og komst áfram í lokaúrtökumót Shell Houston Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í 1. stigi úrtökumóts til þess að öðlast þátttökurétt á eitt móta PGA Tour, Shell Houston Open.  Mótið fór fram í Cypresswood Golf Club. Þórður Rafn spilaði hringinn á +1 yfir pari, 73 höggum og varð í 34. sæti.  Niðurskurðurinn miðaðist við +2 yfir pari. Lokaúrtökumótið fer síðan fram næsta mánudag.

Til þess að sjá úrslit úr 1. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour, Shell Houston Open, smellið HÉR: