Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 11:00

Arnold Palmer er ekkert hrifinn af löngum pútterum

Í gær hófst Arnold Palmer Invitational á Bay Hill. Allt varðandi Arnold Pálmer, líka nefndur Arnie, er því mjög í umræðunni meðan mót hans stendur, enda Arnie ein af 3 lifandi golfgoðsögnum.

T.a.m. komu langir pútterar eða magapútterar til tals í viðtali blaðamanns nokkurs við Arnie fyrir mótið.  Spurning blaðamannsins var eftirfarandi: „Ég held að það sé vel þekkt að þú ert með hundruðir ef ekki þúsundir púttera í bílskúrnum þínum. Ég er að velta fyrir mér – hversu oft hefir þú notað maga- eða svonefnda langa púttera og hversu nálægt því hefir þú verið að nota einn slíkan í móti? Og hverjar eru skoðanir þínar almennt að þessum gerðum púttera?

Arnold Palmer:  „Nú, þú ert að opna á stórt umræðuefni hér. Auðvitað, ég held að það hafi ekki verið framleidd sú kylfa sem ekki hefir verið í pokanum hjá mér (Hlær). Þær eru þar kannski ekki lengi og langi pútterinn er ein þeirra kylfna. Ég er ekki mikill aðdáandi langra púttera.

Ég hugsa að ef ég væri að spila og langi pútterinn væri algerlega löglegur og væri að bæta leik minn, þá myndi ég nota hann. En persónulega er ég á móti honum. Ég held bara að það sé ekki pláss fyrir það í golfleiknum að spila þannig að kylfa sé akkeruð í líkamann, sem er það sem gerist með langa pútternum. 

Þannig að tæknilega og að meginstefnu er ég á móti honum (langa pútternum). En ef hann bætti leik minn í mótum? Þá myndi ég kannski nota hann.“

Heimild: golf.about.com