Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ignacio Garrido – 27. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Ignacio Garrido. Ignacio er fæddur í Madríd 27. mars 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Ignacio er af mikilli og þekktri spænskri golffjölskyldu. Hann er elsti sonur Antonio Garrido fimmfalds sigurvegara á Evróputúrnum, sem spilaði í hinu fræga Ryder Cup liði Evrópu 1979, frægu vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem liðið var raunverulega frá Evrópu en ekki bara Bretlandi og Írlandi eins og hafði verið þangað til m.a. vegna þátttöku tveggja snjallra kylfinga frá Spáni (Severiano Ballesteros og Antonio Garrido).  Liðsaukinn nægði ekki í það skipti til að stöðva sleitulausa sigurgöngu Bandaríkjanna á þessum árum, en Bandaríkin unnu 17:11. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi í 32. sæti á Bearcat Golf Classic

Í gær hófst í Greenwood, Suður-Karolínu Bearcat Golf Classic. Meðal þátttakenda er Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og lið hans Belmont Abbey. Spilaðir voru 2 hringir í gær og verður lokahringurinn spilaður í dag. Alls eru þátttakendur um 89  frá 17 háskólum. Arnór Ingi er á 2. besta skori liðs síns og deilir 32. sæti eftir hringina tvo. Hann spilaði á samtals 150 höggum (75 75). Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis í dag! Til þess að sjá stöðuna á Bearcat Golf Classic eftir fyrri daginn smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 22:55

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn bætti sig um 6 högg milli hringja á John Kirk mótinu

Í Eagles Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu fer fram John Kirk/Panthers  Intercollegiate mótið í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 62 frá 11 háskólum, þ.á.m. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og félagar í Furman. Spilaðar voru 36 holur í dag og gekk Ingunni ekki sem best en hún er í 48. sæti; spilaði á + 16 yfir pari, samtals 160 höggum (83 77).  Það góða er þó að Ingunn bætti sig um 6 högg milli hringja. Furman háskólinn er í 7. sæti eftir 1. dag. Lokahringurinn verður spilaður á morgun. Golf 1 óskar Ingunni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á John Kirk/Panthers mótinu smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 21:30

Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 12 – Club Lomas de Sancti Petri Golf Garden

Í gær var rangt farið með í grein um golfvelli í Kazakhstan að búið væri að skrifa  9 greinar um velli í Cádiz á Spáni – það rétta er að búið er að skrifa 11 greinar og þar af eina grein í 4 hlutum um Arcos Gardens og því eru greinarnar orðnar 14 í þessum greinaflokki. Hið rétta er að eftir er að fjalla um 9 velli í Cádíz eftir þessa hér sem er um Club Lomas de Sancti Petri Golf Garden. Club Lomas de Sancti Petri Golf Garden golfvöllurinn var hannaður af Manuel Piñero og er sá nýjasti af Sancti Petri völlunum.  Fyrri 9 holurnar voru teknar í notkun í júlí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 20:00

Viðtalið: Sergei Revinenko frá Rússlandi

Í gær birtist grein hér á Golf1.is um báða golfvelli Kazakhstan, Nurtau og Zhailjau. Já, vellirnir eru bara tveir í stærsta landlukta ríki heims.  Og þeir eru ekki öllu fleiri Rússlandi s.s. fram kemur í viðtali kvöldsins, við eiganda einu golfferðaskrifstofu Rússlands, Sergei Revinenko.  Farið var að spila golf í Rússlandi 2 árum fyrr  en í Kazakhstan, þ.e. árið 1989. Merkilegt að í einu fjölmennasta ríki heims (en í Rússlandi er talið að um 1050 milljónir búi)  skuli aðeins vera 15 golfvellir og 2 sem verið er að byggja! Ég var svo heppin að fá að spila golf við Sergei Revinenko í ferð í boði ferðamálaráðs Cádiz héraðs dagana 3.-5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 18:55

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (9. grein af 20) – Lizette Salas, Danah Bordner, Veronica Felibert og Lacey Agnew

Búið er að kynna 5 stúlkur af 9, sem urðu í 20. sæti á lokaúrtökumóti LPGA í desember s.l. Hér verða hinar 4 kynntar sem urðu í 20. sæti en það eru: T20 T19 Lizette Salas E  F 5 72 78 71 72 72 365 Top-20 (Priority List Category 11) T20 T53 Danah Bordner -4  F 5 72 72 76 77 68 365 T20 T34 Veronica Felibert -2  F 5 76 73 74 72 70 365 T20 T29 Lacey Agnew -1  F 5 76 73 71 74 71 365 Byrjum á Lacey Agnew. Lacey Agnew er fædd 12. nóvember 1987 og er því 24 ára.  Hún byrjaði að spila golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 13:30

Tiger er kominn í 6. sætið á heimslistanum

Við sigurinn í gær fór Tiger upp um 12 sæti á heimslistanum og er nú kominn á topp-10 aftur eftir óralanga fjarveru, nánar tiltekið úr 18. sæti í 6. sætið. Eftir sigurleysi í 923 daga og 27 mót (ef frá er talið eigið mót Tigers, þar sem hann sigraði í desember s.l. þ.e. Chevron World Challenge) þá tókst Tiger nú að landa sigri á 1. opinbera PGA Tour móti sínu með sannfærandi 5 högga sigri á Graeme McDowell. Það er 7. sigur Tigers á Bay Hill sem kemur honum á topp-10 á heimslistanum, í fyrsta sinn frá 22. maí á s.l. ári. Tiger er nú 2. hæsti bandaríski kylfingurinn á listanum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk á heimasíðu St. Leo háskólans

Nú á dögunum fór Ragna Björk Ólafsdóttir, í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, holu í höggi á C&F Bank Invitational í bandaríska háskólagolfinu. Ragna Björk spilar nú með golfliði St. Leo háskólans í Flórída. Um afrek Rögnu Björk var skrifað á heimasíðu St. Leo og m.a. annars sagt að Ragna hefði við ásinn notað 7-járn sitt. Síðan sagði m.a.  að Ragna sem væri frá Hafnarfirði á Íslandi hefði þann dag spilað á 78 höggum og verið á samtals skori upp á + 13 yfir pari, samtals 155 höggum, sem nægt hefði í 22. sætið.  Alltaf gaman að lesa þegar löndum manns gengur vel erlendis og þegar skemmtilega er skrifað um þá. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: – Ian Guy Hutchings 26. mars 2012

Ian Guy Hutchings fæddist 26. mars 1968  í Harare og er því 44 ára í dag. Hann er atvinnukylfingur frá Zimbabwe sem býr í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þar sem hann spilar á Sólskinstúrnum. Hann var áður á kanadíska túrnum. Hann sigraði í Suður-Afríku árin 1994 og 1996 og þvívegis í Kanada. Eins á hann 3 sigra á alþjóðegum mótum. Hann hefir unnið sér inn meira en 1,500.000 Kruger Rand á Sólskinstúrnum. Ian Hutchings er kvæntur konu sinni  Jaqueline og á 2 börn Kyle og Shaye. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru David Delong, 26. mars 1959 (53 ára); Debbie Hall, 26. mars 1960 (52 ára) og Lee Porter, 26. mars 1966 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 10:00

GKJ: Theodór Emil og Kristján Benedikt sigruðu á Opna GKJ og Golf Outlet mótinu

Síðastliðinn laugardag, 24. mars 2012 fór fram fyrsta opna mótið á Hlíðavelli. Það voru spilaðar 14 holur og 144, sem skiluðu skorkorti. Helstu úrslit urðu þessi: Höggleikur án forgjafar  1. sæti  Theodór Emil Karlsson GKJ 58 2. sæti  Ingvar Jónsson GÞ 59 3. sæti  Jón Hilmar Kristjánsson GKJ 60 Punktakeppni 1. sæti  Kristján Benedikt Sveinsson GA 34 2. sæti  Gunnar Heimir Ragnarsson GKG 33 9p S6 3. sæti  Einar Kristján Hermannsson GK 33 7p S6 Nándarverðlaun 1. holu Halldór Reykdal GR 1,82m Verðlaunahafar geta nálgast gjafabréfin í golfskála þessa viku milli kl. 10-15 eða fengið þau send í pósti. GKJ biður sigurvegarana endilega að vera í sambandi í síma 861-2539. Lesa meira