Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk á heimasíðu St. Leo háskólans

Nú á dögunum fór Ragna Björk Ólafsdóttir, í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, holu í höggi á C&F Bank Invitational í bandaríska háskólagolfinu. Ragna Björk spilar nú með golfliði St. Leo háskólans í Flórída. Um afrek Rögnu Björk var skrifað á heimasíðu St. Leo og m.a. annars sagt að Ragna hefði við ásinn notað 7-járn sitt. Síðan sagði m.a.  að Ragna sem væri frá Hafnarfirði á Íslandi hefði þann dag spilað á 78 höggum og verið á samtals skori upp á + 13 yfir pari, samtals 155 höggum, sem nægt hefði í 22. sætið.  Alltaf gaman að lesa þegar löndum manns gengur vel erlendis og þegar skemmtilega er skrifað um þá.  Ragna Björk var svo sannarlega stolt okkar þann daginn!

Sjá má greinina um Rögnu Björk á heimasíðu St. Leo með því að smella HÉR: