Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: – Ian Guy Hutchings 26. mars 2012

Ian Guy Hutchings fæddist 26. mars 1968  í Harare og er því 44 ára í dag. Hann er atvinnukylfingur frá Zimbabwe sem býr í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þar sem hann spilar á Sólskinstúrnum. Hann var áður á kanadíska túrnum. Hann sigraði í Suður-Afríku árin 1994 og 1996 og þvívegis í Kanada. Eins á hann 3 sigra á alþjóðegum mótum. Hann hefir unnið sér inn meira en 1,500.000 Kruger Rand á Sólskinstúrnum. Ian Hutchings er kvæntur konu sinni  Jaqueline og á 2 börn Kyle og Shaye.

Ian Hutchings

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru David Delong, 26. mars 1959 (53 ára); Debbie Hall, 26. mars 1960 (52 ára) og Lee Porter, 26. mars 1966 (46 ára).

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is