
Afmæliskylfingur dagsins: Ignacio Garrido – 27. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Ignacio Garrido. Ignacio er fæddur í Madríd 27. mars 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Ignacio er af mikilli og þekktri spænskri golffjölskyldu. Hann er elsti sonur Antonio Garrido fimmfalds sigurvegara á Evróputúrnum, sem spilaði í hinu fræga Ryder Cup liði Evrópu 1979, frægu vegna þess að þetta var í fyrsta sinn sem liðið var raunverulega frá Evrópu en ekki bara Bretlandi og Írlandi eins og hafði verið þangað til m.a. vegna þátttöku tveggja snjallra kylfinga frá Spáni (Severiano Ballesteros og Antonio Garrido). Liðsaukinn nægði ekki í það skipti til að stöðva sleitulausa sigurgöngu Bandaríkjanna á þessum árum, en Bandaríkin unnu 17:11. Lið Evrópu vann ekki fyrr en 1985.
Frændi Ignacio, German Garrido, hefir líka spilað og sigrað á Evróputúrnum.
Ignacio hefir svo sannarlega stigið í fótspor föður síns. Hann gerðist atvinnumaður 1993 og spilaði fyrst á Áskorendamótaröðinni fyrsta árið sitt. En upp frá því hefir hann spilað óslitið á Evrópumótaröðinni. Alls eru sigrar Ignacio fjórir: 2 á Evrópumótaröðinni, 1 á Áskorendamótaröðinni og Hassan II Golf Trophée í Marokkó, 1996, en þá taldist mótið ekki vera hluti Evrópumótaraðrinnar. Besta ár hans á túrnum var 1997 þegar hann varð í 6. sæti á Order of Merit og vann fyrra mót sitt af 2 á Evrópumótaröðinni: Volvo German Open. Hitt mótið sem hann sigraði á var Volvo PGA Championship 2003.
Eins var Ignacio í Ryder Cup liði Evrópu 1997 og eru hann og pabbi hans einu feðgarnir sem spilað hafa í Ryder Cup fyrir Evrópu fyrir utan Percy og Peter Alliss og þeir eru þeir einu, þar sem báðir hafa unnið með liðum sínum frá því Evrópumótaröðin hóf göngu sína 1972 þ.e. fyrir 40 árum… (líkt og afmælisbarnið).
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: rússneski kylfingurinn María Verchenova, 27. mars 1986 (26 ára)
…. og ….
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster