Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 04:55

PGA: Glæsilegur sigur Tiger á Bay Hill – hápunktar og högg 4. dags

„Þetta var bara tær gleði“ sagði Tiger m.a. á blaðamanafundi sem haldinn var eftir sigur hans. „En aðstæður voru erfiðar, það var hvasst og vindurinn var alltaf að breyta um stefnu. Arnold lagði sig allan fram um að fá flatirnar hraðar og pinnastaðsetningar voru með þeim erfiðustu, sem ég hef séð hér.“ „Ég veit ekki hvað meðaltalsskorið var í dag en það getur ekki hafa verið nálægt pari, þetta var erfiður dagur“ Aðspurður hvað sigurinn hefði að segja fyrir hann sálfræðilega svaraði Tiger að hann væri ánægður að hafa tekið framförum – þetta væri 2. sigur hans (telur eflaust að með Chevron World Challenge hafi 2 ára sigurleysi hans lokið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 04:25

LPGA: Yani Tseng sigraði á Kia Classic!

Nr. 1 á heimslista kvenna, Yani Tseng, vann 2. sigur sinn í röð á LPGA Tour með yfirburðum í nótt. Hún lauk keppni á Kia Classic og hampaði rauða vasanum og lyklum að glænýjum Kia Optima að lokum. Yani var samtals á -14 undir pari, samtals 274 höggum (67 68 69 70) og skorið var í röð þ.e. fór hækkandi um 1 högg á hverjum degi og maður spyr sig hvort hún sé bara að leika sér að þessu? Hún átti heil 6 högg á þá sem varð í 2. sæti Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu. „Mér fannst bara dagurinn í dag (sunnudagur) vera eins og hver annar,“ sagði Yani. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn var á 71 höggi og varð í 26. sæti á Linger Longer

Í dag lauk á Reynolds Plantation í Greensboro, Georgiu, Linger Longer Invitational. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum og var þetta 2 daga mót, spilað 25.-26. mars. Meðal þátttakenda var Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Í gær, eftir fyrri dag var Ólafur Björn í 38. sæti en í dag spilaði hann geysi gott golf, var á -1 undir pari, 71 höggi og fór upp um 12 sæti, þ.e. lauk mótinu í 26. sæti. Samtals spilaði Ólafur Björn á +4 yfir pari, samtals 220 höggum (76 74 71) þ.e. bætti sig með hverjum degi. Charlotte lið Ólafs Björns varð í 8. sæti af 12 háskólaliðum, sem þátt tóku. Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 22:32

PGA: Tiger vann á Bay Hill!

Það var Tiger Woods sem sigraði á Arnold Palmer Invitational… og það í 7. sinn. Er hann kominn aftur?  Hann er a.m.k. í 1. sæti á þessu móti og það lofar góðu um framhaldið. Tiger spilaði á samtals -13 undir pari, 275 höggum (69 65 71 70)… og gjörsamlega ótrúlegt aðhöggið hans að 18. holu! Í 2. sæti varð Norður-Írinn Graeme McDowell, 5 höggum á eftir Tiger. McDowell spilaði á -8 undir pari, samtals 280 höggum (72 63 71 74). Í 3. sæti varð síðan Englendingurinn Ian Poulter á -6 undir pari (71 69 68 74). Til þess að sjá úrslitin að öðru leyti  á Arnold Palmer Invitational smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 20:55

Golfvellir í Kazakhstan: Nurtau og Zhailjau

Hér að undanförnu hafa golfvellir í Cádiz á Spáni verið kynntir og hefir nú u.þ.b. helmingurinn af golfvöllunum verið kynntur þ.e. 11 af 21.  Smá hvíld verður frá þeim kynningum í kvöld, en þeim strax fram haldið á morgun.  ALLIR þ.e.a.s. báðir golfvellir Kazakhstan verða kynntir í kvöld: þ.e.a.s. Nurtau og Zhailjau og er það í fyrsta sinn, sem ALLIR golfvellir einnar þjóðar eru afgreiddir í einni og sömu grein hér á Golf1.is Báðir vellirnir eru í Almaty í Khazakhstan. Byggt er á grein Bernie McGuire, sem fékk að spila báða vellina síðla árs 2011 og eru allar myndir sem hér fylgja úr þeirri grein.  Sjá má upprunalegu greinina með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 19:45

Um góða siði á golfvöllum: Að slá á aðra

Hér verður fram haldið þar sem frá var horfið í gær um góða siði á golfvöllum: „Ein aðalsiðaregla golfíþróttarinnar snýr  að öryggi sbr. „Leikmenn ættu ekki að leika fyrr en leikmennirnir næst á undan eru úr höggfæri.” Þann 20. október á síðasta ári (2009) skrifaði Sigurður Geirsson, alþjóðadómari R&A inn á golfspjall.is: “Sú háttsemi að slá bolta án þess að kylfingarnir á undan séu komnir úr höggfæri, þannig að bein hætta sé á að þeir geti fengið boltann í sig, er í beinni andstöðu við siðareglur golfsins. Hafi þetta verið óvart t.d. að kylfingur hafi slegið lengra en hann gerir venjulega þá á hann að biðjast afsökunar á þessu og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 17:45

Evróputúrinn: Michael Hoey stóð uppi sem sigurvegari á Trophée Hassan II í Marokkó

Það var Norður-Írinn Michael Hoey, sem stóð uppi sem sigurvegari á Trophée Hassan II í dag. Hann var á samtals – 17 undir pari, 271 höggi (74 67 65 65) þ.e. bætti sig með hverjum hring, eftir fremur erfiða byrjun.  Á hringnum í dag fékk Hoey 8 fugla og 1 skolla. Hoey fæddist í Ballymoney, á Norður-Írlandi, 13. febrúar 1979 og er því 33 ára.  Hann átti sitt besta ár á ferlinum í fyrra, árið 2011, þegar hann vann 2 mót á Evróputúrnum, Madeira Open og svo e.t.v. það mót sem mönnum er ferskara í minni Alfred Dunhill Links Championship á Skotlandi. Í 2. sæti á Trophée Hassan II varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 16:09

LET: Karen Lunn frá Ástralíu er sigurvegari á Lalla Meryem í Marokkó

Það var hin 46 ára Karen Lunn frá Sydney í Ástralíu, sem bar sigurorð af stúlkunum á Lalla Meryem, sem eru næstum helmingi yngri en hún margar hverjar. Karen varð 46 fyrir 4 dögum síðan en hún er fædd 21. mars 1966. Karen spilaði lokahringinn yfirvegað og lauk keppni á -12 undir pari, 272 höggum (72 66 68 66). Hún átti 3 högg á þær sem næstar komu… ….en það voru „norska frænka okkar“ Marianne Skarpenord, sem búin var að vera í forystu meira og minna allt mótið og Tandi Cuningham frá Suður-Afríku, en þær stöllur voru á -9 undir pari samtals, þ.e. 275 höggum; Marianne (70 65 71 69) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 13:15

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 18 ára afmæli í dag. Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili. Hún varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni á s.l. ári, en Guðrún Brá spilaði á báðum mótaröðum s.l. sumar. Síðastliðið haust tók Guðrún Brá þátt í Duke of York mótinu og stóð sig vel. Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010. Hún er í Landsliðshóp íslenskra kylfinga 2012, völdum af Úlfari Jónsson og fór m.a.í æfingaferð s.l. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2012 | 09:40

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn Loftsson í 38. sæti á Linger Longer Intercollegiate

Í gær hófst á Reynolds Plantation í Greensboro, Georgiu, Linger Longer Intercollegiate. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum.  Meðal þátttakenda er Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Eftir 1. dag, þar sem spilaðir voru 2 hringir deilir Ólafur Björn 38. sætinu með 2 öðrum er búinn að spila á samtals +5 yfir pari (76 73). Charlotte lið Ólafs Björns er í 7. sæti af 12 háskólaliðum, sem þátt taka. Sjá má stöðuna á Linger Longer eftir 1. dag með því að smella HÉR: