Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 22:55

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn bætti sig um 6 högg milli hringja á John Kirk mótinu

Í Eagles Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu fer fram John Kirk/Panthers  Intercollegiate mótið í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 62 frá 11 háskólum, þ.á.m. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og félagar í Furman.

Spilaðar voru 36 holur í dag og gekk Ingunni ekki sem best en hún er í 48. sæti; spilaði á + 16 yfir pari, samtals 160 höggum (83 77).  Það góða er þó að Ingunn bætti sig um 6 högg milli hringja.

Furman háskólinn er í 7. sæti eftir 1. dag. Lokahringurinn verður spilaður á morgun.

Golf 1 óskar Ingunni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á John Kirk/Panthers mótinu smellið HÉR: