Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 09:52

Arnold Palmer kominn heim af sjúkrahúsinu

Hinn 82 ára Arnold Palmer var lagður inn á sjúkrahús yfir nótt í öryggisskyni vegna þess að blóðþrýstingur hans hækkaði af völdum nýrrar lyfjagjafar. Bev Norwood, talsmaður Arnold Palmer Invitational í Bay Hill, sagði að Arnold hefði snúið aftur til skrifstofu sinnar í fyrradag (mánudaginn 26. mars 2011). Palmer var ekki á 18. flöt á Bay Hill á sunnudaginn þegar Tiger Woods vann mótið, sem ber nafn golfgoðsagnarinnar.  Arnold hafði verið ráðlagt að fylgjast með blóðþrýstingi sínum um daginn. Um 15 mínútum áður en mótinu lauk sýndi sig að blóðþrýstingur hans hafði hækkað svo mikið (að innlögn á sjúkrahús var ráðlögð). (Já, passiði vel upp á Palmer!) Heimild: CBS Sports Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 04:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi lauk leik í 28. sæti á Bearcat Golf Classic

Í Greenwood, Suður-Karólínu fór dagana 26.-27. mars fram  Bearcat Golf Classic mótið.  Meðal þátttakenda var Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og lið hans Belmont Abbey. Þátttakendur voru 89 frá 17 háskólum. Arnór Ingi spilaði mjög stöðugt golf var á 75 höggum alla þrjá hringi mótsins, samtals á 225 höggum þ.e. samtals +9 yfir pari.  Hann var á 2. besta skori liðs síns og bætti sig um 4 sæti milli daga þ.e. var jafn öðrum í 32. sæti eftir fyrri dag og lauk keppni í 28. sæti, sem hann deildi með öðrum. Lið Arnórs, Belmont Abbey deildi 11. sætinu á mótinu (þ.e. var T-11) ásamt öðru háskólaliði. Sjá má umfjöllun um mótið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 20:10

Golfvellir í Rússlandi (1. grein af 9): Agalarov golfvöllurinn í Novorizhskoye Shosse

Einn fallegasti 18-holu golfvöllurinn í Rússlandi er að sögn Agalarov, en Troon Golf sá um byggingu á honum, en þetta eru sömu aðilar og eru á bakvið Las Colinas, á Alicante, á Spáni.  Hönnuður Agalarov er Cal Olsen. Þetta er sannkallaður 5 stjörnu golfvöllur og sjá má myndir af honum HÉR:  Völlurinn er 40 km norð-vestur af Moskvu og byggður á 72 hektara landareign.Þetta er 6512 metra langur völlur með mikið af hundslöppum og vatn við næstum hverja braut. Golfvöllurinn er glænýr holur 10-18 opnuðu 2009 og seinni 9, árið 2010. Á golfstaðnum eru öll hugsanleg þægindi 41 herbergja hótel, 3 veitingastaðir, tennisvellir bæði úti- og inni, körfubolta og fótboltavellir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og lið hennar Furman urðu í 6. sæti á John Kirk Intercollegiate

Í dag lauk í  Eagles Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu, John Kirk/Panthers  Intercollegiate, sem  Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og félagar í Furman tóku þátt í. Ingunn spilaði hringina 3 á samtals +24 yfir pari, samtals 240 höggum (83 77 80). Lið Furman háskólans varð í 6. sæti af 11 háskólum. Skor Ingunnar taldi. Til þess að sjá úrslit á John Kirk/Panthers mótinu smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (10. grein af 20) – Tanya Dergal, Hannah Yun og Elisa Serramia

Fimm stúlkur urðu jafnar í 15. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór 30. nóvember – 4. desember á Champions og Legends golfvöllunum í Daytona Beach, Flórída:  Victoria Tanco, sem þá var áhugamaður, frá Bradenton, Flórída; Ayaka Kaneko frá Honolulu á Hawaii; Tanya Dergal frá Mexíkó; Hannah Yun frá Bradenton í Flórída og Elisa Serramia frá Barcelona á Spáni. Allar spiluðu þær á samtals +4 yfir pari og voru 19 stúlkur á því skori eða betra.  Aðeins 20 efstu hlutu fullan þátttökurétt á LPGA og varð að fara fram 9 stúlku umspil um 20. sætið, en 9 voru á samtals +5 yfir pari. Það var Lizette Salas sem vann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 18:15

PGA: Myndskeið – 10 flottustu sigurpúttin

Sjá má samantekt PGA í meðfylgjandi myndskeiði af 10 flottustu sigurpúttunum á PGA, HÉR:  Púttin eru eftirfarandi: 10. sæti lokapútt Stuart Appleby á Greenbrier Classic 2010- ótrúlega flott pútt fyrir flottu skori 59! 9. sæti fuglapútt Greg Norman á 18. á St. Jude Classic 1997 8. sæti pútt Rory McIlroy 2010 á Quail Hollow Championship 7. sæti pútt Steve Flesh á New Orleans Classic 2003 6. sæti pútt Tom Lehman á Colonial National Invitational 1995 5. sæti pútt Tiger Woods á Mercedes Championship 2000 4. sæti pútt David Duval á Bob Hope Chrysler Classic 1999 3. sæti pútt Adam Scott á Shell Houston Open 2007 2. sæti pútt Tiger Woods Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 18:00

Evróputúrinn: Matteo Manassero spilar á Sikiley í stað Masters

Matteo Manassero hefir komist að því hver er hin fullkomna sárabót fyrir að missa af því að fá að spila á Masters í 2. sinn – en það er sigur fyrir framan landa sína á Opna sikileyska. Ítalski táningurinn (Manassero) varð af þátttöku á The Masters þar sem hann varð aðeins 6. á Trophée Hassan II í Marokkó þegar hann þarfnaðist sigurs, en hann staðhæfir að fyrsti sigurinn á Evrópumótaröðinni í heimalandinu, Ítalíu myndi bæta fyrir það að missa af þátttökunni í risamótinu. Hinn 18 ára Manassero spilaði á köflum ótrúlegt golf í Golf du Palais Royale í Agadir í síðustu viku, en stóð ekki hinum frábæra Hoey snúning, sem stormaði um Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 17:30

Þórður Rafn hætti þátttöku í lokaúrtökumóti á Shell Houston vegna úlnliðsmeiðsla

Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem komst svo glæsilega í gegnum úrtökumót til þess að spila í lokaúrtökumóti fyrir Shell Houston, varð fyrir því óhappi að slasast á úlnlið. Shell Houston mótið er hluti á sterkustu mótaröð heims, PGA og hefst nú n.k. fimmtudag. Þórður Rafn mat stöðuna svo  betra væri að hætta keppni í lokaúrtökumótinu en taka þá áhættu að skaða úlnliðinn meira en orðið var. Hann var búinn að spila 12 holur. Það voru 4 efstu í lokaúrtökumótinu sem fengu rétt til þess að spila í sjálfu Shell Houston;  tveir frá Texas Tag Ridings og Shawn Stefani, einn frá Alabama, Jeff Curl og einn frá Flórída, Jim Herman. Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 16:20

Golf – ekki bara íþrótt… heldur spegill sálarinnar

Þið hafið eflaust heyrt þetta milljón sinnum: Golfhringur er besta leiðin til þess að kynnast einhverjum.  Eða eins og bandaríski leikarinn Jack Lemmon komst svo fjálglega að orði: „If you think it’s hard to meet new people, try picking up the wrong golf ball!“ (lausleg þýðing: Ef þú heldur að það sé erfitt að kynnast fólki, reyndu að taka upp rangan golfbolta“ (En þetta er nú reyndar útúrsnúningur á efni greinarinnar). Þessi sannindi (þ.e. að golfhringur sé besta leiðin til þess að kynnast spilafélaganum) hvíla á því að 4-5 tímar af skakklappi um golfvöllinn opinberi okkar innra sjálf. Golfið berar persónuleika okkar eða skort á honum.  Golfið sviptir hulunni af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 15:00

Kathy Whitworth verður fyrirliði unglingaliðs Bandaríkjanna í Solheim Cup

Það er liðinn áratugur síðan nafn Kathy Whitworth tengdist Solheim Cup. Hinn 88-faldi sigurvegari á LPGA snýr sér aftur að fyrirliðastörfum 2013 þar sem hún hefir tekið að sér að gegna starfi fyrirliða bandaríska unglingaliðs Solheim Cup. Whitworth, 72 ára, hefir tvívegis verið valin fyrirliði Solheim Cup og leiddi lið Bandaríkjanna í fyrstu keppninni milli heimsálfuliðanna 1990.  Hún hætti við að taka að sér fyrirliðastarfið 1992 vegna fjölskyldukrísu. Að þessu sinni mun hún leiða 12 bestu unglingsstúlkur Bandaríkjanna í golfi, þegar þær hyggjast næla sér í 3 sigurinn í röð gegn liði Evrópu.  Whithworth er virk í unglingastarfi þar sem hún er gestgjafi árlegs stúlknamóts í golfi sem ber nafnið Kathy Whitworth Lesa meira