Opna Vormót GKJ II fer fram n.k. laugardag
Opna vormót GKJ II verður haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ laugardaginn 31. mars. Ræst verður út frá kl. 8:00-14:00 og leikið inná sumarflatir. Mótið verður 14 holu höggleikur og punktakeppni m/forgjöf hæst gefið 19 hjá körlum og 22 hjá konum (hlutfalla af því það eru 14 holur). Verðlaun verða Gjafabréf á golfvörur, fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.Höggleikur án forgjafar: 1. Gjafabréf að verðmæti kr. 15 þús. 2. Gjafabréf að verðmæti kr. 10 þús. 3. Gjafabréf að verðmæti kr. 5 þús.Punktakeppni m/forgjöf: 1. Gjafabréf að verðmæti kr. 15 þús. 2. Gjafabréf að verðmæti kr. 10 þús. 3. Gjafabréf að verðmæti kr. 5 þús. Nándarverðlaun á par Lesa meira
Mun kona klæðast græna jakkanum á Augusta National á næstunni?
Allt frá stofnun klúbbsins 1933 hefir Augusta National Golf Club staðið fastari fótunum á þeirri stefnu sinni konur geti ekki gerst klúbbfélagar. En þeir gætu þurft að breyta þeirri afstöðu sinni á næstunni. Fyrr á þessu ári réði IBM nefnilega Ginni Rommety í stöðu forseta og framkvæmdastjóra og er hún fyrsta konan til þess að gegna stöðunni í fyrirtækinu. Og hvaða máli skiptir það? Ginni Rometty. Jú, eins og sést í nýjustu Bloomberg News skýrslunni, þá er IBM einn af styrktaraðilum Masters og söguleg hefð er fyrir því að Augusta National hafi boðið forseta og framkvæmdastjóra IBM græna félagajakkann, allt frá því að samningar voru gerðir milli aðilja. Skv. framangreindri Lesa meira
Lieselotte Neumann er fyrirliði Solheim Cup liðs Evrópu 2013
Evrópumótaröð kvenna hefir árangurslaust reynt að fá Anniku Sörenstam í fyrirliðastarf fyrir Solheim Cup 2013… en þess í stað nú fengið þá konu sem var fyrirmynd Anniku hér áður fyrr, löndu Anniku Lieselottu Neumann, 45 ára. Annika vill frá frið til þess að sinna uppeldishlutverki sínu. Lieselotte Neumann hefir sigrað á 13 LPGA og 8 LET mótum og er best þekkt fyrir að sigra risamótið US Women´s Open 1988, sem Annika segir að hafi verið driffjöður hennar í golfinu og aðalástæða þess að hún fór að æfa af kappi. Neumann hefir spilað í 6 Solheim Cup mótum fyrir Evrópu á árunum 1990 – 2000. „Ég held að Solheim Cup hafi Lesa meira
GK: Vinavellir Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði árið 2012
Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis kemur fram að gert hafi verið vinavallasamkomulag við: Golfklúbb Hellu Golfklúbbinn á Vatnsleysuströnd Golfklúbb Suðurnesja Golfklúbbinn í Borganesi Golfklúbbinn Geysi, Haukadal Golfklúbb Selfoss Samkomulagið tekur gildi frá og með 1.maí 2012 til 1. október 2012. Félagsmenn Golfklúbbsins Keilis greiða krónur 1000 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika golfvellina og skiptir ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18.holur. Vallargjaldið greiðist í afgreiðslu viðkomandi golfklúbbs. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót. Þetta samkomulag gildir aðeins gegn framvísun félagsskírteinis fyrir árið 2012. Athugið að panta rástíma. Einnig býður Golfklúbbur Hellu félagsmönnum Lesa meira
Robert Farah og Bélen Mozo nýjasta tennis-golf parið
Það virðist vera vinsælt meðal kylfinga að eiga kærasta eða kærestur úr öðrum íþróttagreinum og virðast þeir sem stunda tennis hafa sérstakt aðdráttarafl á kylfinga. Hverjir muna ekki eftir hvíta hákarlinum Greg Norman, sem féll fyrir Chris Evert? Þau eru nú skilin. Svo eru það fv. nr. 1 í heiminum Rory McIlroy, sem er með fv. nr. 1 kventennisspilara heims, Caroline Wozniacki. Þau eru sæt saman, svona ung og ástfangin. En nú er enn eitt tennis-golf parið farið að láta sjá sig. Það eru spænski tennisleikarinn Robert Farah og landa hans og LPGA kylfingurinn og ESPN Body Issue módelið Bélen Mozo. Nú er farið að veðja á það hvort sambandið muni Lesa meira
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 13 – Golf Novo Sancti Petri A, B og C
Nú er komið að örlítilli kynningu á stórvirki í spænskri golfvallarhönnun, golfstaðnum Golf Novo Sancti Petri. Golfstaðurinn býður upp á 3 ólíka en mjög skemmtilega golfvelli… og líkt og Costa Ballena er þetta staður sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. En ólíkt Costa Ballena er hér um að ræða golfvelli með helmingi fleiri holur (Costa Ballena er 27 holu staður – Novo Sancti Petri er með 54 holur.) Golfstaðurinn er staðsettur í strandbænum Chiclana de la Frontiera og er hægt að keyra auðveldlega frá Malaga flugvelli á staðinn ef fylgt er N-340 eða A-4. Leiðin meðfram Atlantshafinu er svo falleg. Golfstaðurinn er byggður á 123 hektara lands, en þar Lesa meira
GKJ: Leiðrétt úrslit í Opna GKJ – Ingvar Jónsson, GÞ, sigraði í punktakeppninni
Í fréttatilkynningu frá GKJ segir eftirfarandi um fjölmennt golfmót sem haldið var þar s.l. laugardag: „Leiðrétt úrslit í Opna GKJ og Golf Outlet Fyrsta opna mótið á Hlíðavelli á þessu ári fór fram síðastliðinn laugardag. Það var að koma í ljós að sá sem var í 1. sæti í punktum var settur á rangan teig og lét hann vita af því sjálfur. Það voru 144 sem skiluðu skorkorti og urðu helstu úrslit þessi:Höggleikur án forgjafar 1. Theodór Emil Karlsson, GKJ 58 högg 2. Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ60 högg 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 61 högg Punktakeppni með forgjöf: 1. Ingvar Jónsson, GÞ 34 punkta 2. Gunnar Heimir Ragnarsson, 33 p Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Liebelei Elena Lawrence – 28. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 26 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET). Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla. Hún varð í 19. sæti á lokaúrtökumóti LET, sem fram fór á La Manga Lesa meira
GSG: Gaman saman í Sandgerði – Nokkrir rástímar lausir á marsmót nr. 4 í Sandgerði
Næstkomandi laugardag, 31. mars, verður haldið marsmót nr. 4 í Sandgerði. Aðeins nokkrir rástímar eru enn lausir þannig að best er að tryggja sér í tíma sé ætlunin að spila golf um helgina. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar er 15.000 krónu gjafabréf í Golfbúðinni. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 1. sæti 15.000 gjafabréf 2. sæti punktar 10.000 kr gjafabréf 3. sæti 5000 kr gjafabréf Nándarverðlaun á annarri braut Þátttökugjald kr. 3000,- Súpa er innifalin í þátttökugjaldi. Ath. ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Á laugardagskvöldinu er síðan fyrirhugað að halda smá teiti í golfskála GSG. Um það segir svo í meðfylgjandi fréttatilkynningu Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Anya Alvarez?
Anya Sarai Alvarez spilar á Symetra Tour keppnistímabilið 2012. Hún fæddist 3. maí 1989 í Albuquerque, í New Mexico og er því 22 ára. Hún var í University of Washington og spilaði með liði skólans á háskólaárum sínum þar sem hún var m.a. Honorable Mention All-Pac 10, 2011 og varð 5 sinnum meðal 10 efstu á háskólamótunum. Anya útskrifaðist með gráðu í sögu og gerðist þegar útskriftarár sitt atvinnumaður í golfi. Any komst á Symetra mótaröðina 27. febrúar á þessu ári og í fyrsta móti ársins: Florida’s Natural Charity Classic deildi hún 23. sætinu með öðrum. Nú í vor verður Any ein af 12 þátttakendum í golfþætti Golf Channel: Big Break Atlantis. Lesa meira









