Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 13 – Golf Novo Sancti Petri A, B og C
Nú er komið að örlítilli kynningu á stórvirki í spænskri golfvallarhönnun, golfstaðnum Golf Novo Sancti Petri. Golfstaðurinn býður upp á 3 ólíka en mjög skemmtilega golfvelli… og líkt og Costa Ballena er þetta staður sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. En ólíkt Costa Ballena er hér um að ræða golfvelli með helmingi fleiri holur (Costa Ballena er 27 holu staður – Novo Sancti Petri er með 54 holur.)
Golfstaðurinn er staðsettur í strandbænum Chiclana de la Frontiera og er hægt að keyra auðveldlega frá Malaga flugvelli á staðinn ef fylgt er N-340 eða A-4. Leiðin meðfram Atlantshafinu er svo falleg.
Golfstaðurinn er byggður á 123 hektara lands, en þar gefur auk þess að finna stórt æfingasvæði, þar sem 110 kylfingar geta með góðu móti verið að æfa sig á sama tíma, 2 púttflatir, 3 chip-flatir og 3 æfingaholur til að æfa pitch&púttin.
Golfstaðurinn Novo Sancti Petri er sá fyrsti á Spáni sem golfgoðsögnin heitna Severiano Ballesteros hannaði á Spáni.
Völlurinn samanstendur af 3 x 18 holu golfvöllum: A sem nefnist Mar-Pinos B sem nefnist Centro og C Campano.
Það var A, Mar-Pinos hlutinn, sem fyrst var opnaður fyrir spili. Allt á vellinum er náttúrulegt, einkennandi eru vötnin, hlutar vallarins liggja meðfram strönd og eins eru mörg staðbundin tré, sem virka sem ágætis hindranir oft á tíðum. Af öllum holunum er sú 6. sérlega erfið en flötin er alveg við ströndina. Mar-Pinos völlurinn er með 4 par-3, 4-par-5 og 10 par-4 holur.
Í B-hlutanum Centro eru brautirnar á fyrstu 9 holunum flatar og stórt vatn kemur mikið við sögu einkum á 5., 8. og 9. holunum. Seinni 9 eru eftirtektarverðar vegna hæðótts landslags og frá 18. holunni má sjá að allar sandglompur eru S-laga, til að minna á hönnuðinn, Seve.
C- hlutinn Campano er golfvöllur sem er 5840 metra af öftustu teigum. Fyrri 9 eru dæmigerður skógarvöllur, umvafinn fallegum, stórum villum San Andrés golfstaðarins. Á þessum velli reynir á nákvæmni og maður þarf að vera nokkuð högglangur til þess að sneiða hjá grenitrjálundum og vatnshindrunum. Á seinni 9 eru einkum nokkur gömul ólívutré og 3 stórar tjarnar sem stríða kylfingum, en eins og segir reynir hér mikið á nákvæmni og staðsetningargolf. Flatirnar eru stórar og góðar.
Þetta eru 3 vellir þar sem öll getustig kylfinga finna eitthvað við sitt hæfi.
Að leik loknum er gott að slappa af í klúbhúsi staðarins, sérstaklega er veröndin vinsæl þ.e. að sitja þar og horfa yfir 1. braut og njóta góðs glass af sherry og tapas. Þess mætti loks geta að staðurinn er sérlega vinsæll meðal þýskra kylfinga, sem fjölmenna þangað ár hvert, líkt og við Íslendingar. Það eina sem finna mætti að staðnum er að þar er oft, einkum yfir páska, sneisafullt af kylfingum og pakkað á alla 3 golfvellina. En þetta eru á sama tíma góð meðmæli með staðnum.
Því… Novo Sancti Petri er draumastaður kylfingsins og þeir öfundsverðir, sem eru að fara að spila golf þar um páskana!
Til þess að komast á heimasíðu Novo Sancti Petri, þar sem m.a. má sjá kort af völlunum smelið HÉR:
Upplýsingar:
Heimilisfang: Urb. Novo Sancti Petri, Chiclana de la Frontiera, 11130 Cádiz.
Sími: + 34 956 494005
Fax: +34 956 494350
Tölvupóstfang: reservas@golf-novosancti.es
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024