Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 10:20

Hver er kylfingurinn: Anya Alvarez?

Anya Sarai Alvarez spilar á Symetra Tour keppnistímabilið 2012. Hún fæddist 3. maí 1989 í Albuquerque, í New Mexico og er því 22 ára. Hún var í University of Washington og spilaði með liði skólans á háskólaárum sínum þar sem hún var m.a. Honorable Mention All-Pac 10, 2011 og varð 5 sinnum meðal 10 efstu á háskólamótunum. Anya útskrifaðist með gráðu í sögu og gerðist þegar útskriftarár sitt atvinnumaður í golfi.

Any komst á Symetra mótaröðina 27. febrúar á þessu ári og í fyrsta móti ársins: Florida’s Natural Charity Classic deildi hún 23. sætinu með öðrum.

Nú í vor verður Any ein af 12 þátttakendum í golfþætti Golf Channel: Big Break Atlantis.  Áætlað er að sýningar þáttanna hefjist í maí. Í kynningu á þátttunum segir m.a. eftirfarandi um Anyu:

Hún er keppnismanneskja á golfvellinum, nýliði á Symetra Tour 2012 og náði niðurskurði í US Women´s Open (risamótinu) í fyrstu tilraun. Hún er aktívisti og talsmaður þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Anya Alvares starfar með  KidSafe Foundation.en markmiði þeirrar stofnunar er lýst svo á heimasíðu þeirra: „Marmið okkar er að stuðla að fækkkun tilvika ofbeldis gegn börnum, einelti, þrýstingi frá félögum og stuðla að öryggri internets notkun og efla sjálfstraust barna, sem verða þá í framvarðasveit eigins öryggis.“