Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 20:00

Mun kona klæðast græna jakkanum á Augusta National á næstunni?

Allt frá stofnun klúbbsins 1933 hefir Augusta National Golf Club staðið fastari fótunum á þeirri stefnu sinni konur geti ekki gerst klúbbfélagar. En þeir gætu þurft að breyta þeirri afstöðu sinni á næstunni.

Fyrr á þessu ári réði IBM nefnilega Ginni Rommety í stöðu forseta og framkvæmdastjóra og er hún fyrsta konan til þess að gegna stöðunni í fyrirtækinu. Og hvaða máli skiptir það?

Ginni Rometty.

Jú, eins og sést í nýjustu Bloomberg News skýrslunni,  þá er IBM einn af styrktaraðilum Masters og söguleg hefð er fyrir því að Augusta National hafi boðið forseta og framkvæmdastjóra IBM græna félagajakkann, allt frá því að samningar voru gerðir milli aðilja.

Skv. framangreindri skýrslu hafa bæði talsmaður Augusta National og IBM neitað að tjá sig um „stöðuna“ sem upp er komin. Í skýrslunni segir að forstjórar hinna tveggja styrktaraðila klúbbsins, Exxon og AT&T, séu félagar í klúbbnum.

Sem einkaklúbbur hefir Augusta National gert lýðnum ljóst að honum sé heimilt að bjóða hverjum sem hann vill aðild. Allt til ársins 1990 var svörtum meinað að gerast félagar og þrátt fyrir mikinn þrýsting kvenna, einkum frá Mörthu Burk, 2003, hefir klúbburinn hingað til ávallt neitað konum um aðild.

En nú blasir við önnur og e.t.v. ófyrirséð staða. Fyrir utan miklar spár um hver fer í græna sigurvegarajakkanum frá Augusta 2012 þá er líka önnur spennandi spurning hvort kona muni hljóta græna félagajakka Augusta National í ár?

Ef  það gengur eftir fæ ég mér IBM tölvu!!!