Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 18:00

Robert Farah og Bélen Mozo nýjasta tennis-golf parið

Það virðist vera vinsælt meðal kylfinga að eiga kærasta eða kærestur úr öðrum íþróttagreinum og virðast þeir sem stunda tennis hafa sérstakt aðdráttarafl á kylfinga. Hverjir muna ekki eftir hvíta hákarlinum Greg Norman, sem féll fyrir  Chris Evert? Þau eru nú skilin.

Svo eru það fv. nr. 1 í heiminum Rory McIlroy, sem er með fv. nr. 1 kventennisspilara heims, Caroline Wozniacki. Þau eru sæt saman, svona ung og ástfangin.

En nú er enn eitt tennis-golf parið farið að láta sjá sig.  Það eru spænski tennisleikarinn Robert Farah og landa hans og LPGA kylfingurinn og ESPN Body Issue módelið Bélen Mozo.

Nú er farið að veðja á það hvort sambandið muni endast lengur; McIlroy/Wozniacki eða Farah/Mozo.  Ja hérna, það er virkilega hægt að veðja um allt þessa dagana!