Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2012 | 14:00

GKJ: Leiðrétt úrslit í Opna GKJ – Ingvar Jónsson, GÞ, sigraði í punktakeppninni

Í fréttatilkynningu frá GKJ segir eftirfarandi um fjölmennt golfmót sem haldið var þar s.l. laugardag:
Leiðrétt úrslit í Opna GKJ og Golf Outlet
Fyrsta opna mótið á Hlíðavelli á þessu ári fór fram síðastliðinn laugardag. Það var að koma í ljós að sá sem var í 1. sæti í punktum var settur á rangan teig og lét hann vita af því sjálfur. Það voru 144 sem skiluðu skorkorti og urðu helstu úrslit þessi:Höggleikur án forgjafar
1. Theodór Emil Karlsson, GKJ 58 högg
2. Jón Hilmar Kristjánsson, GKJ60 högg
3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 61 högg

Punktakeppni með forgjöf:
1. Ingvar Jónsson, GÞ 34 punkta
2. Gunnar Heimir Ragnarsson, 33 p 9p s6
3. Einar Kristján Hermannsson, GK 33 p 7p s6

Nándarverðlaun 1. holu
Halldór Reykdal GR 1,82m

Hægt er að sjá öll skor mótsins á golf.is/gkj undir „skjöl“.

Þökkum þátttakendum fyrir daginn. Verðlaunahafar geta nálgast gjafabréfin í golfskála eftir helgina milli kl. 10-15 eða fengið þau send í pósti. Endilega verið í sambandi í síma 8612539.“