Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2012 | 21:30

Golfvellir í Rússlandi (2. grein af 9): Yfirlit yfir 9 holu golfvelli

Hér birtist nú 2. greinin af 9 um golfvelli í Rússlandi.  Þegar hefir verið fjallað um einn glæsilegasta golfvöll Rússlands, Agalarov Estate. Í kvöld birtist yfirlit yfir alla helstu  9-holu golfvelli Rússands.  Þeir sem upplýsingar fundust um eru samtals 6 (eða 7 ef maður telur völlinn í St. Pétursborg með). Golfvellirnir eru eftirfarandi:

1. Devyatka Golf Club

Heimilisfang: Yurovskaya 41, Kurkino, Moskva.

2. Rostov on Don Golf & Country Club

Heimilisfang: Stanitsa Starocherkasskaya, Russia

Hefir mismunandi teigastaðsetningar á seinni 9.

Hönnuður: Volker Pushel (2008-2o11)

3. Dunes Golf & Country Club

Sá eini í St. Pétursborg. Eiginlega eru bara 3 holur,

en fyrir okurverð (1500 rúbblur = u.þ.b. 7500 íslenskar krónur) fær maður að spila þær 3 sinnum!

Frá Moskow City Golf Club - elsta golfklúbbi Rússlands - Hann er 9 holu.

4. Moscow City Golf Club,

Heimilisfang: Dovzhenko stræti nr. 1,  Moskva, 119590, Rússland (Staðsettur nálægt Mosfilm kvikmyndaverinu)

Elsti golfklúbbur Rússlands – hornsteinn að honum var lagður 15. september 1987 af

sænska hokkíleikmanninum Sven Tumba Johanson. Alls 3890 metra, par-66. Það sem er sérstakt er að allar

hindranirnar á vellinum eru manngerðar.

5. Pirogovo Golf and Yacht Club
Heimilisfang: 141015, Moskva – Völlur sem rússneska golfsambandið rekur.

Sími: +7 495 223 22 00

6. Starooskolskiy Golf Club

Sími: +7 4725 43 9287

7. Golf Club Tiger

Heimilsifang: 2 Proektiruemy Proyezd

Sími: +7-495-225-78-45

Tölvupóstfang: golfclub-tiger.ru

Þessi völlur á að vera upplýstur að nóttu til og vera með æfingasvæði.