
LPGA: Amy Yang leiðir eftir 1.dag Kraft Nabisco Championship
Í dag hófst á Mission Hills golfvellinum í Rancho Mirage eitt risamót kvennagolfsins: Kraft Nabisco Championship. Eftir fyrsta dag er það Amy Yang frá Suður-Kóreu sem tekið hefir forystu. Amy spilaði á -6 undir pari, 66 höggum.
Í 2. sæti er Lindsay Wright frá Ástralíu, sem spilaði á -5 undir pari, 67 höggum.
Í 3. sæti er nr. 1 á heimslista kvenna, Yani Tseng, á -4 undir pari, 68 höggum.
Enn eiga nokkrar eftir að ljúka leik, en engin sem náð getur ofangreindum 3 forystukonum 1. dags.
Enski áhugamaðurinn 16 ára, Charley Hull, sem er að fórna þátttöku sinni í Curtis Cup til þess að geta spilað á fyrsta risamóti sínu gengur vel, spilaði á -1 undir pari 71 höggi á þessum 1. degi mótsins. Sjá má nýlega grein Golf1.is um Charley Hull HÉR:
Bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem á titil að verja, gekk illa, spilaði á +2 yfir pari, 74 höggum og þarf aldeilis að bæta sig á morgun ætli hún sér að ná niðurskurði.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Kraft Nabisco í heild, smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?