Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2012 | 22:15

PGA: Angel Cabrera og Carl Petterson leiða eftir 1. dag Shell Houston – fresta varð leik vegna úrhellisrigningar

Það eru Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Svíinn Carl Petterson, sem leiða eftir 1. dag Shell Houston, sem hófst í dag. Spilað er á Redstone golfvellinum í Humble, Texas. Cabrera og Pettersson eru báðir búnir að spila á 65 höggum þ.e. -7 undir pari og eru í forystu sem stendur en ekki tókst á ljúka hringnum í dag vegna úrhellisrigningar.

Í 2. sæti eru þeir sem eru á -6 undir pari sem stendur: gamla brýnið Jeff Maggert, Ricky Barnes og Jim Herman, en Jim á reyndar eftir að spila 3 holur, sem hann gerir á morgun.

Sjötta sætinu deila síðan Bandaríkjamennirnir Bud Cauley, Keegan Bradley og James Driscoll og Kanadamaðurinn Graham DeLaet en sá síðarnefndi á eftir að ljúka spili á 1 holu. Allir eru þeir sem stendur á -5 undir pari, 67 höggum.

Staðan eftir 1. hring getur breyst á morgun þegar fram verður haldið þar sem frá var skilið og 2. hringur mótsins spilaður.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Shell Houston smellið HÉR: