Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2012 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór lauk leik á Jim West Intercollegiate í 8. sæti

Í dag lauk Jim West Intercollegiate mótinu, þar sem Íslendingaliðið í Nicholls State var meðal þátttakenda.

Kristján Þór Einarsson, GK, deildi 8. sæti ásamt 2 öðrum, spilaði á samtals -2 undir pari, samtals 214 höggum (70 70 74).

Andri Þór Björnsson, GR, varð T-40, bætti sig með hverjum degi, spilaði á samtals +7 yfir pari á 223 höggum (76 74 73).

Pétur Freyr Pétursson, GR, varð í 63. sæti spilaði á +19 yfir pari, samtals 235 höggum (75 82 78).

Lið Nicholls State varð í 11. sæti af háskólaliðunum, sem þátt tóku í mótinu.

Til þess að sjá úrslitin á Jim West Intercollegiate smellið  HÉR: