
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (12. grein af 20) – Stephanie Kono, Angela Oh, Cydney Clanton
Hér er komið að því að kynna þær 6 stúlkur á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem deildu 9. sætinu, en mótið fór fram á Legends og Champions golfvöllunum á LPGA International á Daytona Beach. Stúlkurnar eru eftirfarandi:
T9 | Rebecca Lee-Bentham (Toronto, Canada) | 73-76-75-72 – 67 – 363 (+3) | $2,125 | |
Meredith Duncan (Shreveport, La.) | 76-70-72-75 – 70 – 363 (+3) | $2,125 | ||
Minea Blomqvist (Espoo, Finland) | 70-75-73-75 – 70 – 363 (+3) | $2,125 | ||
Cydney Clanton (Concord, N.C.) | 72-76-70-74 – 71 – 363 (+3) | $2,125 | ||
Angela Oh (Baltimore, Md.) | 70-75-72-74 – 72 – 363 (+3) | $2,125 | ||
Stephanie Kono (a) (Honolulu, Hawaii) | 67-71-75-75 – 75 – 363 (+3) | |||
Í kvöld verður byrjað á að kynnna 3 stúlkur: Stephanie Kono, Angelu Oh og Cydney Clanton. Hinar 3 verða síðan kynntar á morgun.
Byrjum á Stephanie Kono.
Stephanie fæddist 27. nóvember 1989 og er því 22 ára. Hún byrjaði að spila golf 6 ára. Stephanie segir foreldra sína hafa haft mest áhrif á feril sinn. Meðal áhugamála utan golfsins segir hún að sé að ferðast, lesa og versla. Ef hún gæti verið í hvaða sjónvarpsþætti sem hún vildi þá myndi hún helst vilja vera í Jeopardy vegna þess að henni finnst sá þáttur heillandi. Stephanie spilaði golf í UCLA í bandaríska háskólagolfinu og gerðist atvinnukylfingur 2011. Árinu þar áður var hún í US Curtis Cup liðinu. Hún komst í gegnum Q-school LPGA í fyrstu tilraun.
Angela Oh.
Angela fæddist 26. september 1988 og er því 23 ára. Angela byrjaði að spila golf 10 ára. Hún segir foreldra sína mestu áhrifavalda á feril sinn. Meðal áhugamála hennar eru að hlusta á tónlist, spila á gítar, fara í ræktina og tala við fjölskyldu og vini á netinu.
Oh var Philadelphia Section Player of the Year 2003 og 2004 og vann tvívegis New Jersey State Junior Championship (2005-06). Oh var í 2004 Junior Ryder Cup liðinu og árið 2005 var hún Junior PGA nýliði ársins. Í University of Tennessee, var Oh was útnefnd All-Southeastern Conference (SEC) Second Team, árið 2007.
Árið 2008, þ.e. í júní það ár gerðist Angela atvinnumaður í golfi. Hún komst í gegnum Q-school LPGA í fyrstu tilraun. Árið 2009 varð hún í 6. sæti á peningalista Duramed Futures Tour, með 6 topp-10 niðurstöður þ.m.t. sigur á Florida’s Natural Charity Classic in Winter Haven, Flórida. Á s.l. keppnistímabili var besti árangur hennar T-47 niðurstaða á Avnet LPGA Classic.
Loks er það Cydney Clanton.
Cydney Clanton fæddist 18. júlí 1989 og er því 22 ára. Óvíst að hún viti það en hún á sama afmælisdag og sjálfur Nick Faldo.
Cydney byrjaði að spila golf 10 ára. Meðal áhugamála hennar eru íþróttir, að lita og horfa á íþróttir. Ef hún væri ekki atvinnumaður á LPGA myndi hana hafa langað til að verða kennari. Cydney útskrifaðist frá Auburn University, með gráðu í fjármálafræði 2011. Hún spilaði með Auburn í bandaríska háskólagolfinu. Sjá má nákvæma samantekt um afrek Cydney í háskólagolfinu HÉR:
Cydney komst í gegnum Q-school LPGA í fyrstu tilraun.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023