Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór í 4. sæti á Jim West Intercollegiate eftir 2. dag
Kristján Þór Einarsson, GK og Íslendingaliðið í Nicholls State spilaði 2. hringinn í gær á Jim West Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Victoria Country Club í Victoria, Texas. Þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum og gestgjafi er háskólinn sem Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, stundar nám í og spilar golf með golfliði skólans, Texas State.
Kristján Þór spilaði á -2 undir pari, glæsilegum 70 höggum fyrsta daginn. Annan daginn, þ.e. í gær var Kristján Þór á sama glæsilega skorinu og er því samtals búinn að spila á -4 undir pari, 140 höggum (70 70) og er sem stendur í 4. sæti, sem hann deilir með öðrum.
Andri Þór Björnsson, GR, spilaði á +4 yfir pari, 76 höggum fyrsta daginn og var T-46. Nokkuð betur gekk á 2. hring, en Andri Þór spilaði á 74 höggum og er kominn í 32. sætið sem hann deilir með öðrum, en með því að bæta sig um 2 högg milli daga fór hann upp um 14 sæti!
Pétur Freyr Pétursson, GR, spilaði á +3 yfir pari, 75 höggum fyrsta daginn og var T-37, eftir 1. dag. Annan daginn, í gær, spilaði Pétur Freyr á 82 höggum og er því á samtals skori upp á 157 högg.
Lið Nicholls State er sem stendur í 10. sæti af háskólaliðunum, sem þátt taka í mótinu.
Golf 1 óskar Nicholls State góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Jim West Intercollegiate smellið HÉR:
Til þess að sjá umfjöllun um mótið á heimasíðu Nicholls State smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023