Tinna bætti sig um 2 högg á Dinard Ladies Open… en komst ekki gegnum niðurskurð
Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk við að spila 2. hringinn, í Dinard Ladies Open mótinu, sem er hluti LET Access mótaraðarinnar. Völlurinn er par-69 af kvennateigum, hannaður af Skotanum Tom Dunn og 2. elsti golfvöllur Frakklands. Klúbbhús golfklúbbsins í Saint Briac Sur Mer er hannað í flottum Art Deco stíl (svipað og margar byggingar á Miami! 🙂 )
Tinna spilaði í dag á 76 höggum, sem er +7 yfir pari en var +9 yfir pari í gær og því bætti hún sig um tvö högg milli daga… en komst ekki í gegnum niðurskurð. Hún lauk keppni T-77.
Niðurskurður var miðaður við +5 og komust 28 stúlkur áfram á lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.
Meðal þeirra sem komust áfram eru forystukona mótsins, hin franska Marion Ricordeau, sem spilaði hringina 2 á samtals -5 undir pari. kynskiptingurinn danski Mianne Bagger, rússneska stúlkan Anastasia Kostina, breska bítlastelpan Carly Booth (pabbi hennar var rótari fyrir Bítlana); frönsku stúlkurnar Julie Greciet og Jade Schaeffer; en fyrir utan að vera heimavanar þá hafa báðar spilað á LET, t.a.m sigraði Jade á Raiffeisenbank Prague Masters í fyrra.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Dinard Ladies Open á LET Access smellið HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“