Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 17:55

Myndskeið: Kylfuberinn Kip Henley að kljást við krókódíl á RBC Heritage

PGA kylfingurinn Brian Gay hefir líklega aldrei séð golfkvikmyndina “Happy Gilmore” því hefði hann gert það hefði hann ekki þorað að slá bolta sinn eftir að 3 metra langur krókódíll hreyfði sig aðeins út í tjörnina við 15. braut.  Krókódílaævintýrið átti sér stað á 1. hring RBC Heritage á PGA mótaröðinni í gær.  Í Happy Gilmore, missir þjálfari Happy höndina eftir að krókódíll bítur hana af.

Hér má sjá myndskeið sem sýnir Kip Henley, kylfubera Brian Gay kljást við krókódílinn, þ.e. reynir að stjaka honum burt frá golfbolta vinnuveitanda síns:

KYLFUBERINN KIP HENLEY AÐ KLJÁST VIÐ KRÓKÓDÍL Á 15. BRAUT Á 1. HRING RBC HERITAGE:

Þetta er svo langt umfram skyldur kylfubera og voru fréttamenn sammála um að Kip hefði svo sannarlega unnið fyrir sínum 10% í mótinu!

The Myrtle Beach Sun News skrifar eftirfarandi um atvikið.

„Þriðja högg Gay var „plöggað“ í grasið við hliðina á 3 metra krókódíl, sem lá við tjarnarbakkann vinstra megin fyrir framan flötina. Kylfuberi Gay, Kip Henley, reyndi að stjaka krókódílnum í burtu í þó nokkrar mínútur með sandglompuhrífu áður en hann (krókódíllinn) renndi sér fýldur í tjörnina.

„Ég ætlaði ekki að koma nálægt honum, en kylfuberinn minn var ekki hræddur við hann,“ sagði Gay. „Þetta tók a.m.k. 10 mínútur og hann bifaðist bara ekki. Það var (krókódíla)ungi um 7 metra frá bakkanum og við teljum að það hafi verið þess vegna sem hann hreyfði sig ekki. Þegar hann loksins fór í vatnið hélst hann þar rétt hjá og ég gat bara ekki farið þarna til að slá.

Þrjóski krókódíllinn vildi ekki fara frá þannig að Henley bara skellti á skoltinn á honum með hrífunni og loks synti hann (krókódíllinn) um 10 metra frá.

„Hann (krókódíllinn) kafaði og þá vissi maður ekkert hvar hann var og nokkrum sinnum  kom hann (krókódíllinn) aftur að honum (Kip Henley)“, sagði Brian Gay, sigurvegari á Heritage mótinu 2009. „Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Þegar ég sá hann 10 metra í burti vissi ég að ég hefði tíma til að slá og koma okkur þarna í burtu.“

Gay hafð val um „frí dropp“ vegna þess að krókódílar flokkast undir „hættulega aðstæður,“ en hann kaus að bíða eftir að króksi léti sig hverfa.“

Heimild: Golf.com