Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (18. grein af 20) – Jennie Lee

Hér er komið að því að kynna stúlkuna sem varð í 3. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór dagana 30. nóvember – 4. desember 2011, Jennie Lee.

Jennie Lee

Jennie Lee fæddist  6. nóvember 1986 og er því 25 ára. Hún fæddist í Seúl, Suður-Kóreu en býr í Las Vegas.  Foreldrar hennar eru Young Chun og Young Ran Lee.Hún er nafna Jenny Lee sem var fyrsta Women´s British Open risamótið, þegar það hóf göngu sína 1976. Jennie (sú sem verið er að kynna hér) byrjaði að spila golf 8 ára. Hún segist hafa byrjað  í golfi vegna þess að hún elti bróður sinn, Daníel út á völl en segir þjálfara sinn Tom Sargeant vera þann aðila sem hafi haft mest áhrif á golfferil sinn. Meðal áhugamála Jennie er að spila á píanó, baka og elda.

Jennie er félagsfræðingur frá Duke og útskrifaðist þaðan 2009 eftir að hafa spilað 4 ár með golfliði skólans. Sjá um afrek Jennie í bandaríska háskólagolfinu HÉR: 

Eftir útskrift 2009 gerðist hún þegar atvinnukylfingur. Sem áhugamaður spilaði hún m.a. með liði Bandaríkjanna á Curtis Cup 2008. Sjá m.a. skemmtilegt viðtal við Jennie, sem tekið var fyrir það mót HÉR: 

Jennie Lee  spilaði fyrst á Symetra Tour en komst á LPGA túrinn í fyrstu tilraun 2010 og í dag er hún nr. 482 á Rolex-heimslistanum, yfir bestu kvenkylfinga heims.