Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 14:25

Fjögur golfmót verða haldin nú um helgina sunnanlands

Fjögur golfmót verða haldin nú um helgina:

1. Á morgun, laugardaginn 14. apríl fer fram Vormót 1 hjá Golfklúbbi Sandgerðis. Sem stendur eru 31 skráðir í mótið og því mikið af lausum rástímum.  Það er um að gera að draga fram golfsettið og skrá sig !

2. Þriðja mótið í Gullmótaröð GS fer fram á morgun í Leirunni og er spilað um glaðninga frá Egils Gull. Um 109 eru skráðir í mótið.

3. Skálamót 3 verður haldið hjá GG, einnig laugardaginn 14. april og rennur ágóðinn af mótshaldinu til byggingar fyrirhugaðs nýs golfskála þeirra Grindvíkinga. 94 eru skráðir í mótið.

4. Nú á sunnudaginn 15. apríl er síðan innanfélagsmót hjá klúbbfélögum hjá Hellu og er mótsfyrirkomulag einnarkylfukeppni.

Það má því gera ráð fyrir að um 250 manns hið minnsta verði að spila golf í mótum nú um helgina, þ.e. um miðjan april 2012!

Næstkomandi fimmtudag, 19. apríl verður síðan 16-18 holu „Opna Sumardagurinn fyrsta mót“ hjá GKJ í Mosfellsbænum. Ekki hefir enn verið opnað fyrir skráningu enn, en vert að fylgjast með, því mjög fljótt fyllist í mót hjá GKJ!