
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn var á 70 höggum á 1. hring ACC Women´s Golf Championship
Í Sedgefield Country Club í Norður-Karólínu fer dagana 13.-15. apríl fram ACC Women´s Golf Championship í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum, þ.á.m. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og félagar hennar í liði Wake Forest.
Ólafía Þórunn spilaði 1. hringinn í gær á -1 undir pari, 70 höggum, og deilir 2. sætinu ásamt tveimur kylfingum úr Duke, en Duke stelpurnar, þær Alejandra Congrejo (1. sæti) Lindy Duncan og Stacy Kim (2. sæti) röðuðu sér í efstu sætin.
Liðsfélaga Ólafíu Þórunnar, Cheyenne Woods, frænku Tigers, gekk langt undir vonum, spilaði 1. hring á +5 yfir pari, 76 höggum.
Lið Wake Forest er í 3. sæti.
Sjá má myndskeið af viðtali við Ólafíu Þórunni HÉR:
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring ACC Women´s Golf Championship smellið HÉR:
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1