
GSÍ skrifar undir áframhaldandi samning við Flugleiðir
Í dag skrifaði forseti GSÍ undir samstarfssamning við Icelandair, en fyrirtækið hefur verið um árabil traustur samstarfsaðili golfsambandsins sem og íþróttahreyfingarinnar í heild.
Samstarf GSÍ og Icelandair byggist á stuðningi við afrekskylfinga sambandsins og verða landsliðsbúningar merktir Icelandair. jafnframt verður Icelandair samstarfsaðili ásamt Vitaferðum á Íslandsmóti 35+ og Íslandsmóti eldri kylfinga.
Í ræðu sinni við þetta tækifæri sagði Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair „að gífurleg aukning hefur orðið á íþróttatengdum ferðalögum á undanförnum árum um allan heim. Á vegum Icelandair ferðast árlega tugir þúsunda farþega vegna íþrótta, bæði sem iðkendur og áhorfendur. Algengustu iðkendaferðir tengjast golfi og skíðaíþróttinni en þegar kemur að áhorfendaferðum er það fótboltinn í Englandi sem nýtur mestra vinsælda. Þá eru hér á landi árlega fjöldamargir leikir og fjölmenn alþjóðleg íþróttamót sem laða að þáttakendur alls staðar að úr heiminum. „Okkar bestu íþróttamenn vekja sömuleiðis mikla athygli fjölmiðla og íþróttaáhugafólks úti í heimi og eru góð kynning á landinu, á sama hátt og fremsta tónlistarfólk okkar, en Icelandair hefur einmitt lagt áherslu á íþróttir og tónlist í styrktarstefnu sinni“.
Heimild: golf.is
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023