
Gleðilegt sumar!
Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og menn fjölmenna á golfmót. Fimm mót eru haldin hér á landi í dag, þar af 4 opin.
Fyrir Norðan á Akureyri er haldið Vormót GA – Styrktarmót Unglingaráðs. Unglingarnir í GA hafa verið við æfingar á Costa Ballena, í Cádiz á Spáni. Mótið er haldið þeim til styrktar og eru 77 manns skráðir í mótið. Bent skal á að hægt er að styrkja mótið „á ská“ þ.e. án þátttöku og skulu þeir sem hafa tök á og hug á slíku snúa sér til Önnu Einarsdóttur á tölvupóstfang annaeina@simnet.is eða í síma: 864-7083, eftir helgi.
Á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á „Opna Sumadagurinn fyrsti mótið“ hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Leikfyrirkomulag er 14 holu höggleikur og punktakeppni með forgjöf. Um 177 eru skráðir í mótið. Veður á höfuðborgarsvæðinu gerist vart sumarlegra, sólskin og fínt og því má búast við góðum golfdegi á þessu fjölmennasta golfmóti landsins í dag.
Á Reykjanesinu fer á Hólmsvelli í Leiru fram Opna Gull texas scramble mótið og hafa 68 lið eða 136 kylfingar skráð sig í mótið til þess að spila eftir texas scramble leikfyrirkomulagi. Forgjöf liðsins er fundin þannig að hún er samanlögð og deilt í með 5.
Á Suðurlandi eru loks 2 mót. Í Þorlákshöfn er haldið Opið mót og hafa 136 kylfingar skráð sig til leiks. Golfklúbburinn Vík (GKV) heldur loks innanfélagsmót sem nefnist Nefndarmótið. Ekki liggur ljóst fyrir um þátttöku en gera má ráð fyrir að ef nefndarmenn fjölmenni ásamt spilafélögum verði á bilinu 9-24 manns að spila í Vík.
Alls eru því a.m.k. 550 manns sem sveifla kylfu í dag hér í dag á mótum og eflaust mun fleiri á æfingasvæðum eða að spila sér til skemmtunar og er þetta góð byrjun á sumrinu.
Golf 1 óskar öllum kylfingum góðs golfsumars með mörgum skemmtilegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum! Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid