Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 23:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra lauk leik í 5. sæti á WCC Championships

Í dag lauk í San Juan Oaks Golf Club í Hollister, Kaliforníu West Coast Conference Championship háskólamótinu. Mótið stóð í  3 daga 16.-18. apríl 2012. Þátttakendur voru 30 úr 6 háskólum, þ.á.m. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og liðsfélagar hennar í University of San Francisco.

Eygló Myrra spilaði á  +10 yfir pari, samtals 226 höggum (75 76 75) og lauk leik í 5. sæti.

Lið University of San Francisco varð í 2. sæti af háskólaliðunum.

Til þess að sjá úrslitin á West Coast Conference Championship smellið HÉR: