Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (1. grein af 21): Victor Riu og Maarten Lafeber

Hér verður byrjað að kynna „strákana 37″ sem fengu kortin sín á Evróputúrinn keppnistímabilið 2012. Það eru þeir strákar sem lenda í 30. sætinu eða ofar á lokaúrtökumótinu sem hljóta kortin. Að þessu sinni voru 8 strákar sem deildu 30. sætinu og því alls 37 sem hlutu kortin.

Byrjað verður að kynna 2 af þessum 8 sem deildu 30. sætinu: Victor Riu frá Frakklandi og Maarten Lafeber frá Hollandi.

Victor Riu

Victor Riu

Victor Riu er franskur, fæddur 6. apríl 1985 og því nýorðinn 27 ára. Hann er 1,83 cm og 76 kg. Í Frakklandi er hann félagi í Saint Nom la Breteche golfklúbbnum fræga, þar sem Trophée Lancôme fer fram á ári hverju.  Riu byrjaði í golfi 11 ára þegar afi hans kenndi honum grundvallaratriðin. Þegar hann var orðinn aðeins betri spilaði hann við pabba sinn, sem var mikill kylfingur. „Pabbi hafði mikil áhrif á golfleik minn því hann fylgdi mér hvar sem ég keppti sem áhugamaður,“ sagði Riu. Uppáhaldið er Tiger.

Victor gerðist atvinnumaður 2006. Hann spilaði í 3 tímabil á Alps Tour áður en hann komst upp í Áskorendamótaröðina, þar sem hann var í 80. sæti, 2010 en í því 32. 2011. Hann vann næstum því fyrsta titil sinn sem atvinnukylfings á Allianz Open Côtes d’Armor Bretagne árið 2010, en varð í 2. sæti á eftir  Sam Walker og árið þar á eftir varð hann enn í 2. sæti á  English Challenge. Hann rétt slapp í gegnum Q-school varð í 37. og síðasta sætinu, þrátt fyrir 75 á lokahringnum.  Meðal áhugamála Victor Riu eru kvikmyndir og íþróttir almennt. Sem stendur er Riu í 475. sæti heimslistans.

 

Maarten Lafeber

Maarten Lafeber

Maarten Lafeber er eins og svo margir snjallir kylfingar fæddur 11. desember 1974 og því 37 ára. Af öðrum frægum afmælisbörnum þessa mikla golffæðingardags mætti nefna Ólaf Má Sigurðsson og Húbert Ágústsson, GVS.  Lesa má um allt sem Lafeber viðkemur á heimasíðu hans sem komast má inn á HÉR: 

Hér skal þó í stuttu máli geta þess helsta um Maarten. Hann var einn af 5 Hollendingum sem hlutu kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2012 og er sá fjöldi kylfinga frá jafnlitlu landi og Hollandi met, þar.

Í október 2003 varð hann fyrsti Holllendingurinn til þess að sigra Opna hollenska allt frá því Joop Rühl tókst það 1947 í Eindhoven, bænum þar sem  Lafeber fæddist. Maarten Lafeber er fyrrum hollenskur, svissneskur og spænskur meistari áhugamanna og hann hefir áður unnið sér þátttökurétt á Evróputúrinn 1997, en tókst ekki að halda korti sínu.  Þetta, 1997, var líka árið sem hann gerðist atvinnumaður í golfi. Hann spilaði á Áskorendamótaröðinni 1999 og varð í 15. sæti þökk sé sigri á Tusker Kenya Open árið 1999. Árið 2004 spilaði hann á Evróputúrnum og hélt kortinu sínu í  ár, en varð að spila á lokaúrtökumóti Q-school þar sem hann varð í 149. sæti á The Race to Dubai.  Hann rétt skreið inn á Evróputúrinn varð í 36. sæti á lokaúrtökumóti Q-school á PGA Catalunya í Girona á Spáni s.l. desember.
Heimild: europeantour.com