Evróputúrinn: Bernd Wiesberger efstur þegar Ballantine´s er hálfnað
Einn þekktasti kylfingur Austurríkis Bernd Wiesberger vermir nú efsta sætið þegar Ballantines´s er hálfnað. Hann spilaði á -7 undir pari, samtals 137 höggum (72 65). Í 2. sæti er Ástralinn Marcus Fraser á -6 undir pari, 138 höggum (67 71). Í 3. sæti er Svíinn Oscar Floren á -5 undir pari, samtals 139 höggum (72 67). Þrír kylfingar deila síðan með sér 4. sætið: Jiménez, Aguilar og Wall allir á samtals -4 undir pari hver. Til þess að sjá stöðuna þegar Ballantines mótið er hálfnað smellið HÉR:
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (4. grein af 21): HP Bacher og Taco Remkes
Í dag verður fjallað um þá sem urðu í 30. og 31. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni. Það voru þeir HP Bacher frá Austurríki (31. sæti) og Hollendingurinn Taco Remkes (30. sæti), sem fengu kortin sín á PGA fyrir keppnistímabilið 2012 og verða kynntir hér í kvöld. Byrjum á HP Bacher. HP Bacher fæddist 31. desember 1986 í Hallein, Austurríki og er því 25 ára. Bacher var aðeins 11 ára þegar hann var kominn með 1 stafs forgjöf. og kominn í 0 í forgjöf (ens.: scratch) við 16 ára aldur. Hann gerðist atvinnumaður 2009. Næstu tvö ár spilaði hann á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Friðmey Jónsdóttir – 27. apríl 2012
Það er Friðmey Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Friðmey er fædd 27. apríl 1987 og því 25 ára í dag! Friðmey er í Golfklúbbnum Leyni (GL) á Akranesi. Hún er frábær kylfingur, hefir m.a. orðið klúbbmeistari GL 2006 og 2010. Friðmey er af mikilli golffjölskyldu af Skaganum, en hún er eldri systir Valdísar Þóru Jónsdóttur, sem er einn besti kvenkylfingur Íslands og á auk þess 2 bræður, foreldra, afa og ömmu og jafnvel bræður mömmu hennar og einn bróðir pabba hennar spila öll golf. Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Friðmey Jónsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
GL: Brotist inn í golfskála Golfklúbbsins Leynis
Brotist var inn á skrifstofu Golfklúbbsins Leynis á Garðavelli á Akranesi í fyrradag (þ.e. um nótt) og stolið þaðan splunkunýjum tölvubúnaði sem unnið var hörðum höndum við að koma fyrir á skrifstofunni í fyrradag. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem brotist er inn hjá Leyni og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Fólk sem hugsanlega hefur veitt athygli grunsamlegum mannaferðum við golfskálann eftir klukkan 11 í gærkveldi er beðið að hafa samband við lögreglu. Heimild: Heimasíða GL
Skorað á Ginni Rometty og IBM að hætta stuðningi við the Masters og Augusta National
IBM er eitt virtasta fyrirtæki í hátækni-iðnaðinum. Það var stofnað fyrir meira en 100 árum og í desember 2011 var það 3. stærsta fyrirtækið í hátækni. Það hefir meira en 400.000 starfsmenn á heimsvísu í 170 þjóðlöndum, fyrirtækið starfrækir 10 rannsóknarstofur og hefir á ferilskránni uppgötvanir eins og ATM (þ.e.a.s hraðbanka), harða diskdrifið og floppy diskana í tölvugeiranum. Saga fyrirtækisins er saga afreka og sagan sem skrifuð hefir verið að forsvarsmönnum fyrirtækisins að því er snertir jafnréttisbaráttu hvers kyns, getur fyllt hvaða mann stolti. Nægir þar að nefna að IBM hleypti af stað þjálfunarnámskeiðum fyrir konur, 1935. Það réði fyrsta svarta starfsmanninn 1946, heilum 18 árum áður en lög um Lesa meira
GKJ: 18 holu Hlíðavöllur opnar í dag
„Það verður opnað inn á 18 holur á Hlíðavelli, (í dag), föstudaginn 27. apríl. Starfsmenn hafa verið að vinna hörðum höndum við að gera þetta kleift með því að setja niður gervigras á gönguleiðir á milli flata og teiga á 6., 7., 8. og 9. holum og betrumbæta umhverfið. Fyrst um sinn verður slegið af gervigrasi á teigum 7. og 8. holu. Þess má geta að það hefur verið opið inná sumarflatir síðan í opna mótinu á sumardaginn fyrsta. Vinsamlegast athugið að það er rástímaskráning og hafa félagar 3 daga til að skrá sig en gestir 1 dag. Veitingasalan er opin í dag og á morgun frá kl. 15 og Lesa meira
Arnór Ingi komst í gegnum undanúrtökumót fyrir Wells Fargo mótið á PGA mótaröðinni
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey, spilaði á undanúrtökumóti fyrir Wells Fargo mótið í gær, en mótið er hluti PGA mótaraðarinnar. Arnór Ingi fær því að taka þátt í úrtökumótinu fyrir Wells Fargo mótið. Arnór Ingi var á parinu, spilaði á 70 höggum og varð T-34 þ.e. deildi 34. sætinu með 13 öðrum kylfingum. Niðurskurður var miðaður við +1 yfir pari. Úrtökumótið sjálft fyrir Wells Fargo fer fram á mánudaginn og efstu 4 úr því móti fá að spila í aðalmótinu ásamt stjörnum á borð við Tiger Woods. Golf 1 óskar Arnóri Inga alls góðs á úrtökumótinu á mánudaginn og vonar að hann verði einn af 4 efstu! Til Lesa meira
LPGA: Futscher, Hedwall, Rosales og Wright í forystu á Mobile Bay LPGA Classic eftir 1. dag
Það eru hin sænska Caroline Hedwall, Lindsay Wright frá Ástralíu, Jennifer Rosales frá Filippseyjum og Katie Futcher, sem leiða eftir 1. dag Mobile Bay LPGA Classic. Allar spiluðu stúlkurnar í 1. sæti á -5 undir pari, 67 höggum. Í 5. sæti, aðeins 1 höggi á eftir forystunni eru síðan 8 stúlkur, þ.á.m. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum. Þrettánda sætinu deila síðan enn aðrar 8 stúlkur m.a. Natalie Gulbis og Azahara Muñoz, en þær hafa allar spilað á -4 undir pari, 69 höggum og eru aðeins 2 á eftir þeim fjórum sem eru fyrstar. Það stefnir í gífurlega jafna og spennandi keppni um helgina í Mobile, Alabama. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira
NK: Nesvöllur opnar í dag inn á sumarflatir – safnað fyrir hjartastuðtæki á 1. maí móti
Á heimasíðu Nesklúbbsins (NK) er eftirfarandi frétt: „Til stendur að opna inn á sumarflatir nú á föstudaginn (27. apríl 2012). Hafa skal í huga að völlurinn er ennþá eingöngu opinn fyrir félagsmenn og eru kylfingar vinsamlegast beðnir um að ganga vel um völlinn sem er mjög viðkvæmur þessa dagana. Setjum torfurnar í förin og lögum boltaför á flötum og gerum völlinn þannig enn betri í sumar. Ef veður leyfir verður haldið innanfélagsmót þriðjudaginn 1. maí. Mótið er hugsað sem fjáröflunarmót fyrir hjartastuðtæki sem klúbburinn mun fjárfesta í nú um mánaðarmótin. Leiknar verða 9 holur og kostar að lágmarki kr. 2.000 í mótið. Heimilt verður að leika fleiri en einn hring ef fólki Lesa meira
PGA: Duke og Tringale leiða á Zürich Classic eftir 1. dag
Það eru Bandaríkjamennirnir Ken Duke og Cameron Tringale sem leiða eftir 1. dag á Zürich Classic mótinu sem hófst í Louisiana í dag. Duke og Tringale spiluðu báðir á -7 undir pari, 65 höggum. Ken Duke spilaði glæsilegt, skollafrítt golf, fékk 7 fugla. Tringale hins vegar fékk 1 skolla og 8 fugla, þ.á.m. 4 fugla á 4 síðustu holunum Þriðja sætinu 4 kylfingar á -7 undir pari, 66 höggum. Þetta eru þeir Ernie Els, Steve Stricker, Chris Stroud og sænsk-indverski kylfingurinn Daniel Chopra, sem ekki hefir borið mikið á síðustu misseri. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Zürich Classic of New Orleans smellið HÉR:








