![](https://www.golf1.is/wp-content/uploads/2012/04/HP+Bacher+English+Challenge+Day+Four+UTacHFDG-B9l.jpg)
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (4. grein af 21): HP Bacher og Taco Remkes
Í dag verður fjallað um þá sem urðu í 30. og 31. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni. Það voru þeir HP Bacher frá Austurríki (31. sæti) og Hollendingurinn Taco Remkes (30. sæti), sem fengu kortin sín á PGA fyrir keppnistímabilið 2012 og verða kynntir hér í kvöld.
Byrjum á HP Bacher.
HP Bacher fæddist 31. desember 1986 í Hallein, Austurríki og er því 25 ára. Bacher var aðeins 11 ára þegar hann var kominn með 1 stafs forgjöf. og kominn í 0 í forgjöf (ens.: scratch) við 16 ára aldur. Hann gerðist atvinnumaður 2009. Næstu tvö ár spilaði hann á Áskorendamótaröð Evrópu og varð í 142. sæti 2010 og í 119. sæti 2011. Hann var í 5. sæti á II. stigi úrtökumótsins í Las Colinas Golf & Country Club, en varð að sætta sig við 31. sætið á lokaúrtökumótinu, en til þess varð hann að setja niður 2 fugla á síðustu 3 holunum og rétt náði niðurskurði. Í dag er Bacher 1,82 m á hæð og 66 kíló. Meðal áhugamála hans er að fara í ræktina, horfa á kvikmyndir, fara á skíði eða vera með vinum sínum.
Taco Remkes
Taco Remkes er fæddur 20. nóvember 1984 í Amsterdam, Hollandi og er því 27 ára. Hann er 1,75 á hæð og 70 kíló. Í Hollandi er hann félagi í Houtrak GC. Remkes gerðist atvinnumaður í golfi 2006. Hann vakti athygli á sér í Argentínu og Frakklandi, þegar hann varð meðal 10 efstu og vann fyrsta sigur sinn 2008 í Scottish Challenge. Við mjög krefjandi aðstæður sýndi maðurinn frá Amsterdam mikinn þroska og fékk 6 fugla á fyrstu 9 holurnar og lauk hringnum á 65 höggum, samtals -13 undir pari og átti 5 högg á næstu þátttakendur í mótinu. Þremur mánuðum síðar, vann hann tilfinningaþrunginn sigur á heimavelli á The Dutch Futures styrktu af The Royal Bank of Scotland og tryggði sér þar með sæti á Evróputúrnum 2009. Remkes nýtti sér hvatningu landa sinna þegar hann vann Jeppe Huldahl á fyrstu holu umspils. Í Margara Diehl-Ako-Platinum Open 3 vikum seinna tryggði hann sér 3. sigurinn á tímabilinu, aftur í umspili og nú við Roope Kakko frá Finnlandi. Honum tókst ekki að halda kortinu sínu eftir 1 keppnistímabil á túrnum, en er nú kominn aftur eftir að hafa tryggt sér síðasta, 30. sætið á Q-school.
Lesa má allt nánar um Hollendinginn Taco Remkes á heimasíðu hans HÉR: www.tacoremkes.nl
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024