Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2012 | 09:30

GKJ: 18 holu Hlíðavöllur opnar í dag

„Það verður opnað inn á 18 holur á Hlíðavelli, (í dag), föstudaginn 27. apríl.  Starfsmenn hafa verið að vinna hörðum höndum við að gera þetta kleift með því að setja niður gervigras á gönguleiðir á milli flata og teiga á 6., 7., 8. og 9. holum og betrumbæta umhverfið.  Fyrst um sinn verður slegið af gervigrasi á teigum 7. og 8. holu.  Þess má geta að það hefur verið opið inná sumarflatir síðan í opna mótinu á sumardaginn fyrsta.   Vinsamlegast athugið að það er rástímaskráning og hafa félagar 3 daga til að skrá sig en gestir 1 dag.  Veitingasalan er opin í dag og á morgun frá kl. 15 og fram á kvöld og svo frá kl. 9 á laugardag og sunnudag.“

Heimild: gkj.is