Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2012 | 09:00

Arnór Ingi komst í gegnum undanúrtökumót fyrir Wells Fargo mótið á PGA mótaröðinni

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey, spilaði á undanúrtökumóti fyrir Wells Fargo mótið í gær, en mótið er hluti PGA mótaraðarinnar. Arnór Ingi fær því að taka þátt í úrtökumótinu fyrir Wells Fargo mótið. Arnór Ingi var á parinu, spilaði á 70 höggum og varð T-34 þ.e. deildi 34. sætinu með 13 öðrum kylfingum. Niðurskurður var miðaður við +1 yfir pari.

Úrtökumótið sjálft fyrir Wells Fargo fer fram á mánudaginn og efstu 4 úr því móti fá að spila í aðalmótinu ásamt stjörnum á borð við Tiger Woods.

Golf 1 óskar Arnóri Inga alls góðs á úrtökumótinu á mánudaginn og vonar að hann verði einn af 4 efstu!

Til þess að sjá úrslitin á undanúrtökumótinu fyrir Wells Fargo mótið smellið  HÉR: