Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 21:23

Nokkrar skemmtilegar golftilvitnanir

Það er alltaf gaman að lesa skemmtilegar golftilvitnanir. Hér fara nokkrar þekktar: Ben Hogan: As you walk down the fairway of life you must smell the roses, for you only get to play one round. (Ísl. lausl. þýðing: „Þegar gengið er eftir lífsins braut verður maður að finna angan rósanna því maður fær bara að spila einn hring”) Winston Churchill: Golf is a game who’s aim it is to hit a very small ball into an even smaller hole with weapons singularly ill-designed for the purpose. (Ísl. lausl. þýðing:„Golf er leikur þar sem markmiðið er að slá lítinn bolta í jafnvel enn minni holu með vopn sem eru venjulega van-hönnuð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 20:00

Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 18 – Club de Golf La Cañada

Club de Golf La Cañada er golfklúbburinn þar sem beygt er út af við 132 km þegar keyrt er eftir leiðinni Cádiz-Malaga eftir N-340. Beygt er til vinstri inn á Guadiaro götuna og keyrt eftir henni í u.þ.b. 1 km. Klúbburinn er staðsettur í miðju íbúðarhverfi í Sotogrande.  Það er eiginlega skrítið að þetta sé almenningsgolfvöllur, en ekki frátekinn fyrir íbúa Sotogrande, en hann hefir alla tíð verið öllum opinn. Fyrri 9 holurnar á þessum 18-holu golfvelli eru hannaðar af Robert Trent Jones og holur nr. 10-18 af Dave Thomas. Það reynir á allar kylfurnar í pokanum en á vellinum eru margskonar hindranir. Eitt af því fyrsta sem maður tekur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (5. grein af 21): Reinier Saxton

Í kvöld verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum.  Einn af Hollendingunum 5 sem voru meðal þeirra 37, sem hlutu kortið sitt  fyrir keppnistímabilið 2012, í gegnum Q-school Evróputúrsins, í desember s.l. var Reinier Saxton.  Reinier varð í 29. sæti Q-school. Reinier fæddist í Amstelween, Hollandi, 10. febrúar 1988 og á þar með sama afmælisdag og margir aðrir frábærir kylfingar, þ.á.m. Greg Norman, Lexi Thompson, Einar Lyng íþróttastjóri GKJ og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR. Pabbi hans er Jonas Saxton, sem spilaði áður á Áskorendamótaröðinni og er nú þjálfari hjá hollenska golfsambandinu og stofnandi The Dutch golfvallarins. Reinier er 24 ára. Aðaláhugamál Reiniers eru íþróttir. Í Hollandi er Reinier Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn í 11. sæti á Atlantic 10 Championship eftir 1. hring

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte tekur nú þátt í Atlantic 10 Championship, sem fram fer í Heron Bay Golf Club í Coral Springs, Flórída. Þetta er 3 daga mót og stendur dagana 27.-29. apríl 2012. Ólafur Björn spilaði 1. hring í gær á 72 höggum, þ.e. á sléttu pari. Ólafur Björn var á 3. besta skori liðs síns. Lið Charlotte háskóla deilir nú 2. sætinu ásamt Richmond háskóla. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis í dag! Til þess að sjá stöðuna á Atlantic 10 Championship eftir 1. dag smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 14:15

Lexi Thompson vill fara með hermanni á lokadansleikinn

Flestallir kannast núorðið við Lexi Thompson, ungu, bandarísku golfstjörnuna, 17 ára, sem fékk undanþágu til þess að spila á LPGA á þessu ári, eftir að hún varð yngst til þess að sigra á LPGA-móti, þ.e. Navistar Classic s.l. haust. Þegar horft er á Lexi spila gleyma flestallir hversu ung hún er, en hún er að klára menntaskóla (ens. High-school) í heimabæ sínum Coral Springs, í Flórída, í vor. Hefð er fyrir því í bandarískum skólum að halda fínan lokadansleik, (ens. Prom), þar sem strákar bjóða stúlkum til dansleiksins og mikið er haft fyrir öllu kvöldinu hvað varðar fatnað, mat, farið á dansleikinn og hugsanlega skemmtun eftir á. Lexi hefir ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 12:45

Evróputúrinn: Bernd Wiesberger tekur afgerandi forystu á 3. degi Ballantine´s í Seúl

Austurríkismanninum Bernd Wiesberger virðist líða ósköp vel í Suður-Kóreu.  Hann er frá  þessu litla landi, sem ekki hefir verið svo stórt hlutabréf á verðbréfamarkaði golfsins, og leiðir eftir 3. dag á Ballantine´s Championship, á Blackstone golfvellinum í Icheon, Seúl, Suður-Kóreu, fyrir lokahring mótsins, sem spilaður verður á morgun. Langþekktasti kylfingurinn frá Austurríki er eflaust Marcus Brier, sem búinn er að vera hæst „rankaði“ kylfingur Austurríkis og hefir verið á Evrópumótaröðinni frá árinu 2000. Árið 2006 varð hann fyrsti Austurríkismaðurinn til þess að sigra á Evrópumótaröðinni þ.e. BA-CA Golf Open. En nú eru nýir strákar að feta í fótspor Briers og þar er  Bernd Wiesberger, fremstur í flokki og spennandi að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Elliði Vignisson; Þór Ríkharðsson og Þorsteinn R. Þórsson eiga sama afmælisdag og John Daly – 28. apríl 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru: Þór Ríkharðsson, GSG, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og því 27 ára í dag; Elliði Vignisson, en hann er fæddur 28. apríl 1969 og því 43 ára og Þorsteinn R. Þórsson, en hann er fæddur 28. apríl 1960 og því 52 ára í dag. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn, hér fyrir neðan: Elliði Vignisson Þór Ríkharðsson Þorsteinn R. Þórsson Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.  Sven Tumba Johannsson, 28. ágúst 1931 – 1. október 2011;  Stephen Michael Ames  28. apríl 1964 (48 ára);  John Daly 28. apríl 1966 (46 ára);  Jiyai Shin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 04:30

LPGA: Stacy Lewis efst þegar Mobile Bay LPGA Classic er hálfnað

Það er bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem var fyrr í kvöld að ná efsta sætinu á Mobile Bay LPGA Classic, nú þegar mótið er hálfnað. Stacy er samtals búin að spila á -9 undir pari, samtals 135 höggum (66 67). Á 2. hring fékk Stacey 6 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru 4 kylfingar 1 höggi á eftir Lewis en þ.á.m. er hin sænska Karin Sjödin. Sjötta sætinu deila síðan 5 kylfingar, þ.á.m. bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome, á samtals- 7 undir pari, 137 höggum. Nokkrar þekktar komust ekki í gegnum niðurskurð en þeirra á meðal eru Sandra Gal og Christina Kim. Til þess að sjá stöðuna á Mobile Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 04:00

PGA: Jason Dufner leiðir þegar Zürich Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner, sem leiðir eftir 2. hring á Zürich Open í Louisiana. Dufner er á samtals -12 undir pari, búinn að spila á samtals 132 höggum (67 65). Í 2. sæti eru 3 kylfingar, Skotinn Russel Knox, Bandaríkjamaðurinn Ken Duke, sem leiddi eftir gærdaginn og landi hans John Rollins, allir á samtals -11 undir pari, eða 1 höggi á eftir Dufner. Fimmta sætinu deila aðrir 3 kylfingar, Ernie Els, Steve Stricker og Greg Chalmers, frá Ástralíu, allir 2 höggum á eftir Dufner, á -10 undir pari samtals, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Zürich Open smellið HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2012 | 20:00

Viðtalið: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA

Viðtalið í kvöld er við púttmeistara Golfklúbbs Akureyrar 2012: Fullt nafn:  Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Klúbbur: Golfklúbbur Akureyrar. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist á Siglufirði þann 4. júlí 1992. Hvar ertu alin upp?  Ég er alin upp á Siglufirði þar til ég varð fimm ára en þá fluttum við til Akureyrar. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég bý með foreldrum mínum og tveim yngri systkinum sem eru tólf og sjö ára. Öll fjölskyldan spilar golf á sumrin. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði á því að fara á sumarnámskeið þegar ég var ellefu ára. Mér fannst það svo gaman að ég fór á annað námskeið þegar ég var tólf Lesa meira