Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2012 | 08:00

Bushnell kynnir nýjan GPS fjarlægðarmæli sem líkist armbandsúri

Fjarlægðarmælir er nauðsynlegur útbúnaður þeim sem spila golf af einhverri alvöru. Sú tegund fjarlægðarmæla sem aukinn eftirspurn hefir verið eftir eru þeir sem bera má á úlnliðnum.  Meðal þeirra síðustu til að hefja framleiðslu á slíkum tækjum er Bushnell, sem er leiðandi á fjarlægðarmælamarkaðnum, bæði hvað snertir GPS tæki og laser (og jafnvel blending þessa).  Skoða má þetta nýja tæki Bushnell hér:  Neo+ Golf GPS Bushnell armbandsúr. Inn á tækið er þegar búið að hlaða 25.000 golfvöllum og gefur tækið upp metrana fyrir framan, við miðju og fyrir aftan flatir. Tækið gerir sér sjálfvirkt grein fyrir vellinum og holunni sem notandinn er að spila.  Í tækinu er m.a. klukka og hleðslulíftími Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 20:00

Golfvellir í Rússlandi (8. grein af 9): Luzhniki Ólympíugolfvöllurinn, Zavidovo golfvöllurinn og Sochi Golf & Spa

Hér í kvöld er komið að því að kynna fyrirhugaða golfvelli og golfstaði eða þá, sem eru í smíðum í Rússlandi.  Þetta er næstsíðasta greinin hér á Golf 1 um golfvelli í Rússlandi, en lokið verður við að kynna golfvellina á morgun með kynningu á einum þeim glæsilegasta Tseleevo golfvellinum, sem Jack Nicklaus hannaði. Luzhniki Ólympíugolfvöllurinn Að þeim, sem fyrirhugað er að byggja ber fyrst að nefna golfvöllinn sem bæta á við Luzhniki Olympic Sports Complex. Í Moskvu eru 63 leikvellir og er Luzhniki íþróttaleikvangurinn langstærstur og sá 4. stærsti í Evrópu. Þar fóru Ólympíuleikarnir 1980 fram og líka leikurinn milli Manchester United og Chelsea árið 2008. Þessi leikvangur er helgaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 18:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (8. grein af 21): Adrian Otaegui

Í kvöld verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum, sem hlutu kortið sitt í gegnum Q-school PGA í Girona á Spáni.  Einn í 23. sæti varð spænski kylfingurinn Adrian Otaegui. Adrian fæddist 21. nóvember 1992 og er því 19 ára.  Hann var byrjaður að slá golfbolta 3 ára og 9 ára var hann kominn með 6 í forgjöf. Forgjöf hans er 3,8 í dag. Hann var aðeins 19 ára og 24 daga þegar hann tryggði sér kortið sitt og næstyngsti korthafinn á Evróputúrnum á eftir Matteo Manssero keppnistímabilið 2012. Adrian æfði sem sem barn og unglingur í klúbbnum heima hjá sér í Fuenterrabia, á Spáni þar sem Ryder Cup Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 17:30

GÁS: Vinnudagur Golfklúbbs Ásatúns og 9 holu Texas Scramble mót n.k. laugardag

Vinnudagur Golfklúbbs Ásatúns verður á haldinn n.k. laugardag, 12 .mai kl.9.30-12.00. Félagar eru hvattir til að kíkja og hjálpa til við smáverkefni,lagfæra merkingar,snyrta og fegra umhverfið. Í hádeginu er í boði súpa og brauð fyrir vinnusamar hendur. Síðan verður haldið fyrsta mót sumarssins. Leikformið er Texas scramble 9 holu mót, sem hefst kl.14.00

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 15:00

Obama telur að Augusta National eigi að heimila konum aðild að klúbbnum – myndskeið

Obama telur að Augusta National eigi að heimila konum aðild að þessum „gamla stráka golfklúbb.“ (Já, já þetta er bein þýðing á Old Boys Club!!!) Barack Obama, Bandaríkjaforseti er þekktur fyrir ást sína á golfleiknum, en hann er vel slarkfær sjálfur með 17 í forgjöf. Talsmaður Bandaríkjaforseta var inntur eftir afstöðu forsetans til þess hvort Obama finndist að konur ættu að geta gerst félagar í Augusta National. Svar Jay Carney (talsmanns Obama):„Já, persónuleg skoðun hans (Obama) er sú að veita eigi konum aðild (að Augusta National).“  Sjá má myndskeiðið með Jay Carney með því að smella HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnór Ingi Finnbjörnsson – 9. maí 2012

Það er Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnór Ingi fæddist 9. maí 1989 og er því 23 ára. Arnór er við nám og spilar golf með Belmont Abbey háskólanum í Charlotte, Norður-Karólínu. Meðal helstu afreka Arnórs Inga í golfinu er að verða Íslandsmeistari í holukeppni 2011.Hér má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn: Arnór Ingi Finnbjörnsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937);  Betty Jameson, 9. maí 1919 – 7. febrúar 2009) (Hún var einn af stofnendum LPGA), Sam Adams 9. maí 1946  (66 ára);  John Mahaffey 9. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 11:00

Tiger í holli með the Golf Boys á Players

Players mótið hefst á morgun á TPC Sawgrass golfvellinum  á Ponte Vedra Beach í Flórída og hafa margir golfáhugamenn beðið mótsins með nokkurri eftirvæntingu. Þetta er eitt mótanna á PGA Tour þar sem verðlaunafé er hvað hæst og þar spila jafnan allir bestu kylfingar heims…. með einni stórri undantekningu þetta árið…. Bubba Watson ætlar að vera heima hjá Angie og Caleb. Þegar er búið að birta ráshópanna og sá sem vekur einna mestu athyglina er hollið Tiger, Rickie Fowler og Hunter Mahan, þ.e. Tiger kemur til með að spila með tveimur hljómsveitarmeðlimum The Golf Boys.  Það verður sko gaman að fylgjast með því holli! Eitt vinsælasta hollið verður eflaust Rory McIlory, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 09:00

Frægir kylfingar: Eva Longoria

Það er orðið nokkuð langt síðan að Golf1 hafi birt grein í greinaröðinni „Frægir kylfingar“ og skal hér bætt úr.  Nýjasti golfáhugamaðurinn meðal Hollywood stjarnanna er leikkonan Eva Longoria. Flestir kannast við bandarísku leikkonuna Evu Longoria, sem leikið hefir aðþrengdu eiginkonuna Gabrielle Solis í samnefndum sjónvarpsþáttum.  Eva hefir leikið Gabrielle í 8 ár og er nú að hætta…. en hefir fundið sér nýtt áhugamál þar sem golfið er. En hver er þessi litla leikkona (Eva er aðeins 1,55 m)?  Eva heitir fullu nafni Eva Jacqueline Longoria og fæddist í Corpus Christi í Texas 15. mars 1975 og er því 37 ára. Fyrir utan „Aðþrengdar eiginkonur“ sem hún er e.t.v. þekktust Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 07:00

Sigurpáll Geir Sveinsson kennir í Golfskólanum að Hellishólum 18.-20. júní n.k.

Golfskólinn sumarið 2012 Sumarið 2012 verður í boði 1 námskeið í Golfskólanum á Hellishólum, námskeiðið fyrir bæði kynin. Skráning er hafin í síma: 487-8360 eða hellisholar@hellisholar.is Golfskólinn á Hellishólum Námskeiðið er þriggja daga. Hópnum verður skipt í tvo hópa. Annar hópurinn spilar 9-18 holur og hinn fer í kennslu á meðan. Eftir hádegismat skipta hóparnir um hlutverk. 18.-20. júní – Námskeið fyrir bæði kynin PGA golfkennarinn Sigurpáll G. Sveinsson mun kenna í golfskólanum á Hellishólum sumarið 2012. Sigurpáll hefur verið einn af okkar fremstu golfspilurum undanfarin 15 ár. Sigurpáll hefur hampað íslandsmeistaratitil karla þrisvar sinnum. Hann var fastamaður í landsliðum Íslands frá árinu 1991 – 2003. þegar hann gerðist atvinnumaður í golfi. Á 5 ára ferli sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2012 | 20:00

Viðtalið: Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF

Viðtalið í kvöld er við fyrsta austfirska kylfinginn, sem kemur í  viðtal hér á Golf1.is.  Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Unnar Ingimundur Jósepsson Klúbbur: GSF (Golfklúbburinn á Seyðisfirði). Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavík  4.apríl 1967. Hvar ertu alinn upp? Seyðisfirði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Einhleypur. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði 1996. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Um vorið 1996 fóru nokkrir framtakssamir menn á Seyðisfirði  í að kynna mönnum golfið, upp úr því byrjaði ég. Hvað starfar þú?  Ég er Löndunarstjóri hjá Gullberg ehf og Brimberg ehf. Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Skógarvelli. Hvort líkar þér betur holukeppni Lesa meira