Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2012 | 08:00

Bushnell kynnir nýjan GPS fjarlægðarmæli sem líkist armbandsúri

Fjarlægðarmælir er nauðsynlegur útbúnaður þeim sem spila golf af einhverri alvöru.

Sú tegund fjarlægðarmæla sem aukinn eftirspurn hefir verið eftir eru þeir sem bera má á úlnliðnum.  Meðal þeirra síðustu til að hefja framleiðslu á slíkum tækjum er Bushnell, sem er leiðandi á fjarlægðarmælamarkaðnum, bæði hvað snertir GPS tæki og laser (og jafnvel blending þessa).  Skoða má þetta nýja tæki Bushnell hér:  Neo+ Golf GPS Bushnell armbandsúr.

Inn á tækið er þegar búið að hlaða 25.000 golfvöllum og gefur tækið upp metrana fyrir framan, við miðju og fyrir aftan flatir. Tækið gerir sér sjálfvirkt grein fyrir vellinum og holunni sem notandinn er að spila.  Í tækinu er m.a. klukka og hleðslulíftími GPS tækisins er meira en 14 tímar.

Verðið er $ 200,- út úr búð í Bandaríkjunum (u.þ.b. 25.000,- íslenskar krónur) og því mun ódýrari en hefðbundninn fjarlægðarmælir, sem a.m.k. fyrir 2 árum síðan kostaði enn í kringum kr. 90.000,- út úr búð hérlendis.

Önnur fyrirtæki s.s. Garmin og Expresso Satellite Navigation hafa einnig kynnt armbands-GPS fjarlægðarmæla.

Heimild: Golf Digest