Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnór Ingi Finnbjörnsson – 9. maí 2012

Það er Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnór Ingi fæddist 9. maí 1989 og er því 23 ára. Arnór er við nám og spilar golf með Belmont Abbey háskólanum í Charlotte, Norður-Karólínu. Meðal helstu afreka Arnórs Inga í golfinu er að verða Íslandsmeistari í holukeppni 2011.Hér má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937);  Betty Jameson, 9. maí 1919 – 7. febrúar 2009) (Hún var einn af stofnendum LPGA), Sam Adams 9. maí 1946  (66 ára);  John Mahaffey 9. maí 1948 (64 ára);  Sandra Gal, 9. maí 1985 (27 ára)

……… og ………….


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is