Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 18:30

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (8. grein af 21): Adrian Otaegui

Í kvöld verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum, sem hlutu kortið sitt í gegnum Q-school PGA í Girona á Spáni.  Einn í 23. sæti varð spænski kylfingurinn Adrian Otaegui.

Adrian fæddist 21. nóvember 1992 og er því 19 ára.  Hann var byrjaður að slá golfbolta 3 ára og 9 ára var hann kominn með 6 í forgjöf. Forgjöf hans er 3,8 í dag. Hann var aðeins 19 ára og 24 daga þegar hann tryggði sér kortið sitt og næstyngsti korthafinn á Evróputúrnum á eftir Matteo Manssero keppnistímabilið 2012.

Adrian æfði sem sem barn og unglingur í klúbbnum heima hjá sér í Fuenterrabia, á Spáni þar sem Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olazabal er fæddur.  Olazabal hefir kennt Adrian frá unga aldri. Adrian lítur mjög upp til Olazabal og var eitt sinn haft eftir honum að ef hann gæti orðið hálft eins góður og Olazabal yrði hann mjög hamingjusamur.   Sem stendur býr Adrian í Biarritz í Frakklandi, en aðeins er spölkorn þaðan til Fuenterrabia og Adrian Otaegui í góðu sambandi við kennarann sinn.

Á áhugamannsferli sínum vann Adrian 11 titla þ.á.m. Boys Amateur Championship í  Kilmarnock (Barassie) Golf Club, í Skotlandi árið 2010.

Sem stendur er Otaegui í 1209. sæti á heimslistanum.

Til þess að lesa meira um Adrian Otaegui má skoða síðu umboðsfyrirtækis hans HÉR: