Ian Poulter á blaðamannafundi eftir 1. hring The Players – myndskeið með viðtali við Poulter
Það er Englendingurinn Ian Poulter sem leiðir ásamt Skotanum Martin Laird eftir 1. hring The Players. Eftir hringinn góða voru tekin stutt viðtöl við Poulter og má sjá eitt HÉR: Eins var haldinn blaðamannafundur á vegum PGA með Poulter og má sjá endurrit þess fundar í lauslegri þýðingu hér: DOUG MILNE: Takk fyrir Ian Poulter að gefa þér tíma til að tala við okkur hér á THE PLAYERS Championship, þegar þú ert nú að taka þátt í 9. sinn í þessari viku og byrjar vel með -7 undir pari, 65 höggum í dag. Geturðu byrjað á tala um hringinn og síðan opnum við fyrir spurningar: IAN POULTER: Ég byrjaði vel í dag. Ég Lesa meira
PGA: Poulter og Laird leiða eftir 1. dag The Players
Það eru Englendingurinn Ian Poulter og Skotinn Martin Laird sem leiða eftir 1. dag The Players. Báðir voru þeir á skori í dag upp á -7 undir pari, eða 65 högg. Poulter fékk 8 flotta fugla og 1 skolla. Einn fuglinn fékk hann á einkennisbraut TPC Sawgrass 17. brautina og var þar með heppnari en t.d. aumingja nr. 1 í heiminum Rory McIlroy, sem setti boltann sinn í vatnið og endaði með skramba á þessari sögufrægu holu. Martin Laird á hinn bóginn spilaði skollafrítt og fékk líkt og Poulter glæsilegan fugl á 17. braut. Í 3. sætinu er Bandaríkjamaðurinn Blake Adams aðeins 1 höggi á eftir Poulter og Laird. Fjórða Lesa meira
Golfvellir í Rússlandi (9. grein af 9): Tseleevo golfvöllurinn
Hér í kvöld er komið að síðustu kynningunni á rússneskum golfvöllum. Sá völlur sem kynntur verður er Tseleevo Golf and Polo Club. Tseleevo golfklúbburinn er með einn besta golfvöll í Rússlandi að svo komnu máli. Hann opnaði dyr sínar fyrir kylfingum 2008. Jack Nicklaus, sem hannaði völlinn segir um hann „þetta er einn af 10 bestu golfvöllum sem ég hef hannað hingað til.“ Golfvöllurinn er 18 holu par-72, 6849 yarda (6263 metra). Hann er staðsettur í skóglendinu í litla bænum Tseleevo, 47 km frá Moskvu í Dmitrov hverfinu 42 km frá MKAD Dmitrov hraðbrautinni. Maður verður að sögn að spila sitt besta golf til þess að skora Tseleevo golfvöllinn vel. Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (9. grein af 21): Augustin Domingo, Mikael Lundberg og Julien Guerrier
Í kvöld verða 3 strákar kynntir sem deildu 20. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, í Girona á Spáni s.l. desember. Allir hlutu þeir € 2.203 í verðlaunafé. Þetta eru Spánverjinn Augustin Domingo, sem varð í 20. sæti (spilaði síðasta hring á 67 höggum); Svíinn Mikael Lundberg, sem varð í 21. sæti (spilaði síðasta hring á 70 höggum) og Frakkinn Julien Guerrier, sem búinn er að slá í gegn á nýliðaári sínu (hann hlaut 22. kortið, en spilaði síðasta hring á 71 höggi). Byrjum á Julien Guerrier. Julien Guerrier fæddist í Evreux, Frakklandi 1. júlí 1985 og er því 27 ára. Julien kemur úr fjölskyldu með ríkri hefð afreka á sviði Lesa meira
Birgir Leifur spilaði á 73 höggum á 1. degi í Pléneuf
Á Golf Blue Green Pléneuf Val André golfvellinum í Pléneuf, Frakklandi hófst í dag ALLIANZ Open Côtes d´Armor Bretagne mótið, sem er hluti Áskorendamótaraðarinnar. Meðal þátttakenda er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Birgir Leifur spilaði á +3 yfir pari 73 höggum. Hann fékk 2 skramba, 2 skolla og 4 fugla og deilir sem stendur 56. sæti, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gæti því röðin riðlast aðeins. Ljóst er þó að Birgir Leifur er í meðal þeirra sem eru í efsta þriðjungi mótsins en um 156 þátttakendur eru í mótinu. Í efsta sæti eru Englendingarnir Eddie Peppernell og Chris Hanson og Írinn Stephen Grant, en þeir spiluðu allir á Lesa meira
Evróputúrinn: Alvaro Velasco leiðir á Madeira Islands Open eftir 1. dag
Það er Spánverjinn Alvaro Velasco sem leiðir eftir 1. dag Madeira Islands Open. Velasco kom inn á glæsilegu skori upp á -8 undir pari, 64 högg, hlaut 9 fugla og 1 skolla. Sem stendur eru 4 sem deila 2. sæti: Svíarnir Magnus A Carlson og Joakim Lagergren, Englendingurinn Tommy Fleetwood og Daninn Morten Orum Madsen á -6 undir pari. Nokkrir eiga eftir að koma inn en ósennilegt að staða efstu eigi eftir að breytast. Til þess að sjá stöðuna á Madeira Island Open eftir 1. dag smellið HÉR:
Tinna spilaði á 76 höggum á 1. degi Kristianstad Åhus Ladies Open
Í dag hófst í Kristianstad í Svíþjóð, Kristianstad Åhus Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access Series. Meðal þátttakenda í mótinu er Tinna Jóhannsdóttir, GK. Þátttakendur eru 120 og Tinna T-39 þ.e. jöfn 9 öðrum í 39. sæti. Tinna spilaði á +4 yfir pari, 76 höggum. Á hringnum fékk Tinna 4 skolla, 2 fugla og 1 slæman skramba á par-4 9. brautinni. Í efsta sæti er Anastasia Kostina á -3 undir pari, 69 höggum og 1 höggi á eftir er franska stúlkan Melodie Bourdy (oft nefnd Birdie Bourdy), systir Grégory Bourdy á -2 undir pari, 70 höggum. Það munar því 6-7 höggum á Tinnu og þeim sem efstar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson – 10. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri GS. Gunnar Þór er fæddur 10. maí 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Kærasta Gunnars Þórs er Erla Þorsteinsdóttir. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju hér fyrir neðan: Gunnar Johannsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, 10. maí 1927-10. júlí 2008); Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (45 ára); Darry Lloyd, Sólskinstúr, 10. maí 1989 (23 ára); Sandra Changkija, LPGA nýliði 10. maí 1989 (23 ára) ……… og ………… Tómas Freyr Aðalsteinsson F. 10. maí 1983 (29 ára) Þórhallur Lesa meira
GOS: Þjónustusamningur undirritaður milli Sveitarfélagsins Árborgar og Golfklúbbs Selfoss
Það var gríðalega stór dagur í sögu GOS þann 8.mai, þegar undirritaður var samningur á milli GOS og Árborg. Tilgangur og helstu áherslur þessa samnings er lögð áhersla á mikilvægi þess öfluga íþrótta-, forvarnar- og félagsstarf sem fram fer innan Golfklúbbs Selfoss fyrir samfélagið í heild. Til þess að félagið geti rækt hlutverk sitt styrkir Sveitafélagið Árborg félagið árlega með beinum og óbeinum fjárframlögum auk þess sem félagið tekur að sér fyrir sveitafélagið tiltekin afmörkuð verkefni gegn greiðslu. Þessi samningur hjálpar einnig GOS við endurnýjun á vélum og getur GOS horft nú til framtíðar og stefnt á 18. holu golfvelli til framtíðar. En stefna er tekin á að byrja á Lesa meira
Breyttar reglur á skráningu æfingaskors
Frá og með 15. maí n.k. mun skráning og reglur fyrir æfingaskor breytast á www.golf.is. Meðal breytinga er að meðspilari þarf að staðfesta skor kylfings og einnig þarf kylfingur að tilkynna fyrir leik að hann ætli að leika til forgjafar. Nánar hér að neðan. Skráning á æfingaskori: Þú verður að tilkynna áður en þú hefur leik að þú ætlir að leika til forgjafar. Þú færð valmöguleika við skráningu í rástíma á golf.is hvort þú ætlir að leika 9 eða 18 holur til forgjafar. Þegar þú skráir æfingaskorið að leik loknum þá þarf skrifarinn að staðfesta það. Þú merkir við á golf.is hver skrifarinn var og hann fær tilkynningu senda í tölvupósti Lesa meira








