Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2012 | 11:00

Tiger í holli með the Golf Boys á Players

Players mótið hefst á morgun á TPC Sawgrass golfvellinum  á Ponte Vedra Beach í Flórída og hafa margir golfáhugamenn beðið mótsins með nokkurri eftirvæntingu.

Þetta er eitt mótanna á PGA Tour þar sem verðlaunafé er hvað hæst og þar spila jafnan allir bestu kylfingar heims…. með einni stórri undantekningu þetta árið…. Bubba Watson ætlar að vera heima hjá Angie og Caleb.

Þegar er búið að birta ráshópanna og sá sem vekur einna mestu athyglina er hollið Tiger, Rickie Fowler og Hunter Mahan, þ.e. Tiger kemur til með að spila með tveimur hljómsveitarmeðlimum The Golf Boys.  Það verður sko gaman að fylgjast með því holli!

Eitt vinsælasta hollið verður eflaust Rory McIlory, Phil Mickelson og Steve Stricker, en Rory er nr. 1 á heimslistanum og Phil og Steve meðal allravinsælustu kylfinga vestanhafs.

Önnur holl á the Players eru eftirfarandi:

Webb Simpson/Keegan Bradley/Matt Kuchar 

Luke Donald/Bill Haas/Lee Westwood 

K.J. Choi/Tim Clark/Sergio Garcia 

Jason Dufner/Ben Curtis/Kyle Stanley

Geoff Ogilvy/Vijay Singh/Scott Verplank

Brandt Snedeker/Ben Crane/Nick Watney

Louis Oosthuizen/Jason Day/Ian Poulter