Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2012 | 17:45

Evróputúrinn: Alvaro Velasco leiðir á Madeira Islands Open eftir 1. dag

Það er Spánverjinn Alvaro Velasco sem leiðir eftir 1. dag Madeira Islands Open.  Velasco kom inn á glæsilegu skori upp á -8 undir pari, 64 högg, hlaut 9 fugla og 1 skolla.

Sem stendur eru 4 sem deila 2. sæti: Svíarnir Magnus A Carlson og Joakim Lagergren, Englendingurinn Tommy Fleetwood og Daninn Morten Orum Madsen á -6 undir pari.

Nokkrir eiga eftir að koma inn en ósennilegt að staða efstu eigi eftir að breytast.

Til þess að sjá stöðuna á Madeira Island Open eftir 1. dag smellið HÉR: