Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2012 | 17:30

Tinna spilaði á 76 höggum á 1. degi Kristianstad Åhus Ladies Open

Í dag hófst í Kristianstad í Svíþjóð, Kristianstad Åhus Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access Series. Meðal þátttakenda í mótinu er Tinna Jóhannsdóttir, GK.  Þátttakendur eru 120 og Tinna T-39 þ.e. jöfn 9 öðrum í 39. sæti. Tinna spilaði á +4 yfir pari, 76 höggum. Á hringnum fékk Tinna 4 skolla, 2 fugla og 1 slæman skramba á par-4 9. brautinni.

Í efsta sæti er Anastasia Kostina á -3 undir pari, 69 höggum og 1 höggi á eftir er franska stúlkan Melodie Bourdy (oft nefnd Birdie Bourdy), systir Grégory Bourdy á -2 undir pari, 70 höggum.

Það munar því 6-7 höggum á Tinnu og þeim sem efstar eru.

Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Kristianstad Åhus Ladies Open smellið HÉR: