Skrautfuglinn Ian Poulter
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 08:00

Ian Poulter á blaðamannafundi eftir 1. hring The Players – myndskeið með viðtali við Poulter

Það er Englendingurinn Ian Poulter sem leiðir ásamt Skotanum Martin Laird eftir 1. hring The Players.  Eftir hringinn góða voru tekin stutt viðtöl við Poulter og má sjá eitt HÉR:

Eins var haldinn blaðamannafundur á vegum PGA með Poulter og má sjá endurrit þess fundar í lauslegri þýðingu hér:

DOUG MILNE: Takk fyrir Ian Poulter að gefa þér tíma til að tala við okkur hér á THE PLAYERS Championship, þegar þú ert nú að taka þátt í 9. sinn í þessari viku og byrjar vel með -7 undir pari, 65 höggum í dag.  Geturðu byrjað á tala um hringinn og síðan opnum við fyrir spurningar:

IAN POULTER: Ég byrjaði vel í dag. Ég sló vel á 1. braut og var með góða yfirsýn þar. Síðan tvípúttaði ég á 2. braut fyrir fugli. Ég sló með sandjárni á 4. braut sem var líklega ekki nema millimeter frá því að detta fyrir erni. En það vildi bara ekki detta þannig að ég varð að stjaka því niður.

Síðan fékk ég skolla á 7.  Ég sló til vinstri með 8-járni og átti í raun ekkert gott högg. Þannig að þetta var ágætis skolli. Og frá 9. braut einpúttaði ég 9 sinnum. Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því fyrr en einhver sagði mér frá því. Ég fékk síðan fugl á  9., 10.,11. og 12. braut. Allt voru þetta góð fuglafæri og pútt, sem búast mátti við að setja niður. Og svo fékk ég fugl á 16. og 17. braut.

Sp. Hefir þetta verið í uppsiglingu? Hefir þú búist við að spila svona hring?

IAN POULTER: Ég meina, mér hefir liðið vel úti á velli. Augljóslega að spila vel á Bay Hill var gott eftir að hafa þurft að draga sig úr móti þar áður.

Ég spilaði ágætlega í Augusta.

Ég setti engin pútt niður í Kína og Kóreu sem ég hefði átt að setja niður og líklega ef ég hefði gert það hefði ég verið að spila um efstu sæti. Ég spilaði stöðugt í dag og setti niður réttu púttin á rétta tímanum. Mér finnst ég aftur vera að spila mitt venjulega golf og mér finnst ég vera að spila það golf sem ég ætti að spila.

Sp. Þér hefir gengið vel hér. Getur þú útskýrt hvað það er sem þér líkar við golfvöllinn?  

IAN POULTER: Ég kann við það að hann er krefjandi. Það eru nokkur teighögg sem eru lykillin. Maður verður t.d. að eiga gott teighögg á 2. braut til þess að vera í fuglafæri.

Það eru vandasöm högg, sem þarf að slá á 4. braut. Það eru erfið högg á 8. og 9. braut ef maður á að vera rétt stasettur upp á legur og augljóslega er 2. höggið á 11. braut mjög erfitt. Brautir 16, 17 og 18 segja sig sjálfar og svo er fjöldi högga á þessum golfvelli sem ég hef krufið vel og það skerpir hugann sem er alltaf gott.

Sp. Manstu eftir því að hafa sett niður 9 einpútt í röð sem atvinnumaður?

IAN POULTER:  Ég get ekki munað hvar en ég man eftir því. Já, ég held að ég hafi áður verið með 21 pútt á golfhring áður, hér á árum áður þegar ég var unglingur. Maður verður að setja niður hvaðan sem er og það er skemmtilegt.

Sp. En ekki sem atvinnumaður?

IAN POULTER: Ég meina, ég hef gert það en man ekki hvar.  Fílabeinsströndin var ein af þeim vikum þar sem ég var með 21 pútt. Það eru góðar líkur á að  það hafi verið þar. En ég get ekki …. ég man það bara ekki.

Sp. Hvar myndirðu setja þennan hring, hvernig flokkarðu hann meðal þeirra hringja sem þú hefir spilað? 

IAN POULTER: Þetta var mjög, mjög góður golfhringur. Hann er örugglega meðal topp-10 af þeim hringjum sem ég hef spilað. Maður gæti líka snúið þessu við og sagt að ég hafi verið svolítið vonsvikinn að vera bara á -7 undir pari, ef maður lítur á tækifærin sem ég hafði á fyrri 9, þá hefði ég getað gert betur.

Sp. Horfir þú á þessa viku og næstu til þess að byggja á því sem þú gerðir á Masters og til þess að hleypa tímabilinu hjá þér af stað?

IAN POULTER: Nei ekki í raun. Ég hef bara verið að setja ofan í kassa og taka upp úr kössum í nýja húsinu mínu ef ég á að vera heiðarlegur. Það er allt sem ég gerði í síðustu viku. Ég sló varla högg.

Þetta voru 3 stórar vikur, en þetta var líka stór vika að flytja loks inn í húsið.  Því meira sem ég gerði af því, þeim mun afslappaðri var ég og gat farið þarna út og spilað gott golf.

Það kemur ekkert á óvart að vera með ferskan huga í þessari viku; að vita að ég er loks fluttur í húsið og afslappaður og fjölskyldan er ánægð og öll vinnan og stressið að baki og ég get bara farið út og spilað golf. Ég hef verið mjög afslappaður í þessari viku.

Sp. Þú sagðir að þér finndist þú aftur vera að spila þitt venjulega golf — gætir þú talað aðeins meira um það með hliðsjón af sveiflu þinni, púttanna og hvar þér fannst vanta á fyrr á árinu? 

IAN POULTER: Mér fannst á golfvellinum eins og ég gæti kveikt og slökkt á ákveðnum einbeitingarstigum og hugsað um ekkert annað en golf, sem kemur sér ávallt vel, því ég fylli heilann á mér af allskyns skringilegum hlutum stundum. Það er ágætt þegar allt er tómt og ég get gert það sem ég elska að gera að fara þarna út og spila golf. Það var svolítið krefjandi þarna úti og é spilaði vel.

Sp. En með hliðsjón af sveiflu þinni  —

IAN POULTER: Ég hef ekki gerst neitt. Ef ég á að vera heiðarlegur, á Lake Nona í síðustu viku götuðu þeir flatirnar og stráðu sandi yfir allt þannig að ég púttaði ekkert. Ég var ekki að æfa 1 pútt ef ég á að vera heiðarlegur. Ég spilaði á Isleworth á laugardaginn og það var eini golfhringurinn minn í síðustu viku. Ég kom hér á þriðjudaginn, setti niður nokkur pútt á æfingu og leið vel.

[…]

Sp. Tvö ár, níu mánuðir; voru tafir á byggingarferlinu (á húsinu þínu)?

IAN POULTER: (Horfir niður á úlnliðinn á sér á klukkuna). Klukkan er 20 mínútur yfir 2. Hversu mikinn tíma hefir þú?

Þetta er grimmt ferli. Ég ætti að skrifa bók. Já ferlið var grimmt frá upphafi til loka. Það voru margar áhugaverðar tafir á leiðinni, en ég er ánægður að þær eru að baki og við verjum fyrstu nóttinni í húsinu á sunnudaginn.

Svo eru nokkrir kassar í viðbót sem þarf að taka upp úr, en veistu hvað þetta er ánægjuleg vika, það eru ekki fleiri verktakar sem þarf að fást við, þökk sé Guði, get ég nú loks notið þessa yndislega húss, sem við höfum byggt.

Sp. Hverjir eru verstu erfiðleikar þínir sem þú hefir kljást við (í sambandi við húsið)?

IAN POULTER: Ég ætla í alvöru ekki að fara út í þá sálma. Ég ætla ekki að byrja á því.

Sp. Spurningin sem verður að spyrja er þessi, það er þarna $1.7 milljóna tékki fyrir sigurvegarann; ef þú sigrar ætlar þú að kaupa annað hús?

IAN POULTER: Nei. En ég kaupi annan bíl, það er öruggt og ekkert vandamál.

Sp. Ég ætlaði að spyrja þig, byggt á spurningunni, sem spurð var fyrir 1 mínútu síðan; elskarðu golf eða elskarðu það að keppa í golfi? Hefir þú farið í ferðalag með strákunum bara til þess að spila golf með strákunum? 

IAN POULTER: Hef ég? Nei. Hef ég gert það? Nei. Elska ég golf? Já. Elska ég keppnishluta þess? Jamm, líklega jafnvel enn meir. Ég elska að berjast. Ég elska adrenalínið. Ég elska að vera í þeirri stöðu að keppa til sigurs. Og það er það sem ég elska mest af öllu.

Sp. Hvers konar bíl myndir þú kaupa þér?

IAN POULTER: Ferrari Enzo. Ég hef verið að svipast um eftir einum slíkum um hríð. Ég hugsa að hann verði ágæt viðbót við hjörðina (hlægjandi). Ágætis reiðskjóti.

Ferrari Enzo - bíl eins og Ian Poulter er að svipast um eftir!

Sp. Ertu með pláss fyrir hann í (bíla) hjörðinni (þinni)?

IAN POULTER: Ég er ekki með pláss, það er þéttsetið, en ég finn pláss. Treystið mér. Ég hugsa að það verði bara að fækka um nokkra golfbíla.

DOUG MILNE: Ian, til hamingju og takk fyrir að gefa þér tíma.