
PGA: Poulter og Laird leiða eftir 1. dag The Players
Það eru Englendingurinn Ian Poulter og Skotinn Martin Laird sem leiða eftir 1. dag The Players. Báðir voru þeir á skori í dag upp á -7 undir pari, eða 65 högg. Poulter fékk 8 flotta fugla og 1 skolla. Einn fuglinn fékk hann á einkennisbraut TPC Sawgrass 17. brautina og var þar með heppnari en t.d. aumingja nr. 1 í heiminum Rory McIlroy, sem setti boltann sinn í vatnið og endaði með skramba á þessari sögufrægu holu.
Martin Laird á hinn bóginn spilaði skollafrítt og fékk líkt og Poulter glæsilegan fugl á 17. braut.
Í 3. sætinu er Bandaríkjamaðurinn Blake Adams aðeins 1 höggi á eftir Poulter og Laird.
Fjórða sætinu deila Kevin Na og Golf Boys-inn Ben Crane, sem enn á eftir að slá í gegn golflega séð eins og hinir í hljómsveitinni hafa gert í ár. Kannski The Players sé rétti staðurinn til þess?
Phil Mickelson og Lee Westwood voru á -1 undir pari, Rory McIlroy og Luke Donald voru á parinu og Tiger Woods spilaði á +4 yfir pari og er í einu neðsta sætinu.
Til þess að sjá stöðuna á The Players eftir 1. hring smellið HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023