Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2012 | 23:10

PGA: Poulter og Laird leiða eftir 1. dag The Players

Það eru Englendingurinn Ian Poulter og Skotinn Martin Laird sem leiða eftir 1. dag The Players. Báðir voru þeir á skori í dag upp á -7 undir pari, eða 65 högg.  Poulter fékk 8 flotta fugla og 1 skolla.  Einn fuglinn fékk hann á einkennisbraut TPC Sawgrass 17. brautina og var þar með heppnari en t.d. aumingja nr. 1 í heiminum Rory McIlroy, sem setti boltann sinn í vatnið og endaði með skramba á þessari sögufrægu holu.

Martin Laird á hinn bóginn spilaði skollafrítt og fékk líkt og Poulter glæsilegan fugl á 17. braut.

Í 3. sætinu er Bandaríkjamaðurinn Blake Adams aðeins 1 höggi á eftir Poulter og Laird.

Fjórða sætinu deila Kevin Na og Golf Boys-inn Ben Crane, sem enn á eftir að slá í gegn golflega séð eins og hinir í hljómsveitinni hafa gert í ár.  Kannski The Players sé rétti staðurinn til þess?

Phil Mickelson og Lee Westwood voru á -1 undir pari, Rory McIlroy og Luke Donald voru á parinu og Tiger Woods spilaði á +4 yfir pari og er í einu neðsta sætinu.

Til þess að sjá stöðuna á The Players eftir 1. hring smellið HÉR: