PGA: Poulter og Laird leiða eftir 1. dag The Players
Það eru Englendingurinn Ian Poulter og Skotinn Martin Laird sem leiða eftir 1. dag The Players. Báðir voru þeir á skori í dag upp á -7 undir pari, eða 65 högg. Poulter fékk 8 flotta fugla og 1 skolla. Einn fuglinn fékk hann á einkennisbraut TPC Sawgrass 17. brautina og var þar með heppnari en t.d. aumingja nr. 1 í heiminum Rory McIlroy, sem setti boltann sinn í vatnið og endaði með skramba á þessari sögufrægu holu.
Martin Laird á hinn bóginn spilaði skollafrítt og fékk líkt og Poulter glæsilegan fugl á 17. braut.
Í 3. sætinu er Bandaríkjamaðurinn Blake Adams aðeins 1 höggi á eftir Poulter og Laird.
Fjórða sætinu deila Kevin Na og Golf Boys-inn Ben Crane, sem enn á eftir að slá í gegn golflega séð eins og hinir í hljómsveitinni hafa gert í ár. Kannski The Players sé rétti staðurinn til þess?
Phil Mickelson og Lee Westwood voru á -1 undir pari, Rory McIlroy og Luke Donald voru á parinu og Tiger Woods spilaði á +4 yfir pari og er í einu neðsta sætinu.
Til þess að sjá stöðuna á The Players eftir 1. hring smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024