Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 10:00

Matt Kuchar kominn í 5. sæti heimslistans

Matt Kuchar var í 16. sæti í síðustu viku á heimslistanum og það hæsta sem hann hafði komist á heimslistanum var 6. sætið.  Í dag er hann 5. besti kylfingur heims, eftir að hafa sigrað eitt stærsta mót ársins The Players.

Luke Donald tókst þrátt fyrir frábæran endasprett á the Players ekki að endurheimta 1. sæti heimslistans, þar trónir Rory McIlroy enn, en bilið milli þeirra Donald hefir snarminnkað.

Af 10 bestu kylfingum heims eru nú 6 Bandaríkjamenn: Bubba Watson (4); Matt Kuchar (5); Hunter Mahan (6); Tiger Woods (7); Steve Stricker (8) og Phil Mickelson (10).

Toppþrennan er enn evrópsk: Rory McIlroy (1); Luke Donald (2) og Lee Westwood (3) og síðan er Martin Kaymer í 9 . sæti.

Portúgalinn Ricardo Santos fer hraðbyri upp heimslistann eftir sigur á Madeira Islands Open.  Santos var í 306. sæti en er í þessari viku í 192. sæti; fer upp um 114 sæti.

Til þess að sjá heimslistann í heild smellið HÉR: